Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 27
Ferming í fjórar aldir
Tilraunanámskrá
Kenningin
Breytnin
Trúarlífið
fermingarstarfanna
Samþykkt til tveggja ára á prestastefnu 1989, (haust
1989 - vor 1991).
Af niðurstöðum könnunar fermingarstarfanefndar
verða dregin þau meginmarkmið, sem greina má í
þrjá þætti. Þau markmið eru grundvöllur þessarar
námskrár:
- að vekja og efla trú á Jesú Krist, Drottin vom og
frelsara
- að kenna grundvallaratriði kristinnar trúar
- að virkja bömin í starfi safnaðarins.
Vekja: í fyrsta lagi þarf að leggja áherslu á, að
ungmennin tileinki sér boðskapinn persónulega.
Taka verður fullt tillit til ungmennanna, reynslu
þeirra og upplifunar.
Kenna: í öðm lagi þarf að leggja áherslu á, að
grundvallaratriði kristinnar trúar komist til skila,
ekki síst vegna þess, hve mjög það getur vafist fyrir
fólki, í hverju þau em fólgin.
Virkja: í þriðja lagi er nauðsynlegt, að ungmennin
verði handgengin guðsþjónustu og tilbeiðslu
safnaðarins og verði virk í þjónustustörfum í
söíhuðinum og í kirkjunni í heild.
I
Þau kjarnaatriði, sem farið verður í meðan á
fermingarstörfum stendur, em eftirfarandi:
A. Trúfræði þátturinn (14 stundir)
Guðsmynd og sköpunartrú (kenningin um
skaparann, afstaða til svara náttúmvísindanna,
almennt um guðstrú og önnur trúarbrögð, um
hið illa og syndina)
Jesús Kristur (líf Jesú og starf, Kristsfræði,
friðþæging o.fl.)
Andinn
Þrenningarlœrdómurinn
Skírn og kvöldmáltíð
Kirkjan
Dauðinn og eilífa lífið
B. Siðfræði þátturinn (7 stundir)
Maðurinn og trúin (kristinn mannskilningur og
boðorðin, almenn umfjöllun um þau, sérstaklega
1.-3. boðorðið)
Fjölskylda og þjóðfélag (um samskipti fólks út frá
4.-10. boðorðinu)
C. Hagnýti þátturinn (9 stundir)
25