Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 28
Bjami Sigurðsson
Námsgögn
Fermingaraldur
Lengd tímabils
Stundafjöldi og
skipting þeirra
Framkvcemd
StœrÖ hópa
Fjöldi hópa
Bœn og trúreekni
Biblían
GuÖsþjónustan
Söfnuöurinn
TrúboÖ
AÖ trúa og komast til trúar
II
Biblía og sálmabók er það efni, sem lagt er til
grundvallar og hverju ungmenni er skylt að hafa
undir höndum við fermingarstörfin. Enn fremur
þarf önnur hjálpargögn, svo sem kennslubók,
vinnubók o.fl. Kennsluefnið, sem notað er, miðist
við þá grunnsýn og játningu, sem Fræðin minni
byggjast á.
III
Fermingarstörfin fari alla jafna fram, þegar
ungmennið er í 7. bekk grunnskóla (á 14. ári eða
fullra 14 ára). Frávik frá þeirri reglu séu í samráði
við viðkomandi prófast.
Fermingarstörfin hefjist, að öllu jöfnu, í byrjun
skólaárs eða í september, og sjálf fermingin fari
ekki fram fyrr en í apríl. Stefna ber að því að
ferma ekki um bænadaga og páska. Einnig má
ferma að hausti, eftir starf síðasta vetrar eða
námskeið um sumarið.
Fermingarstörfin taka a.m.k. 45-60 stundir (40
mínútna)
og felast í
frϚslu (30 stundir),
þátttöku í safnaöarstarfi (8-12 stundir í þjónustu-
verkefni og undirbúning fyrir guðs-þjónustur),
kirkjusókn (3-10 guðsþjónustur)
og sameiginlegumfundum fermingarfrœöara meÖ foreldrum
fermingarbarna og börnunum sjálfum (4-8 Stundir).
Fræðslan getur farið fram í námskeiðum, einnig að
sumrinu, en þá gildi sömu reglur og um samfellda
fræðslu að vetrinum, þ.e. samsvari alltaf a.m.k. 45-
60 stundum, eins og áður sagði. Gæta þarf þess, að
námskeiðin séu ekki úr tengslum við guðsþjónustu-
líf safnaðarins og þjónustuverkefni innan hans.
Miðað skal við, að ekki séu fleiri en 20 ungmenni í
hverjum hópi.
Stefna ber að því, að hver sóknarprestur annist ekki
fleiri en 4 hópa í hvert sinn, eða 80 ungmenni. Að
26