Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 29
Ferming í fjórar aldir
öðrum kosti fái hann sér aðstoðarfólk, sem starfi á
ábyrgð hans.
IV
Fermingarathöfnin sjálf er fyrst og fremst
safnaðar-
guðsþjónusta, þar sem skírskotað er til skímarinnar
og ungmennin lýsa því yfir, að þau vilji tilheyra
kristiimi kirkju. Söfnuðurinn veitir þeim stuðning
með þakkargjörð og fyrirbæn um Guðs blessun
þeim til handa. í fermingarathöfninni staðfestir
kirkjan þá náð, sem Guð veitir í skíminni.
V
Námskrá þessi er bindandi um markmið, kjama
náms-
efnis og námsgögn. Hún er leiðbeinandi um
fermingaraldur, lengd og skipan fræðslutímabils,
lágmarks stundafjölda, stærð hópa og fjölda hópa á
hvern fræðara og um fermingarathöfnina.
Prófastar fylgjast með fermingarstörfunum í
prófastsdæmum sínum og skili biskupi árlega
skýrslu þar um.
Mikil almenn umræða, umfjöllun í fermingarstarfanefnd og könnun dr.
Péturs Péturssonar á vegum hennar liggur að baki þessari námsskrá auk
umræðu á 2 prestastefnum. Hér er stutt innskot í þá umræðu.
Æskuskóli ogferming
Söfnuðurinn, æskumaðurinn, fjölskylda hans og guðfeðgin halda sérstaka
hátíð, er æskumaðurinn játar trú sína frammi fyrir söfnuðinum. Með
þeirri játningu lýsir æskumaðurinn því yfir, að hann vilji varðveita trú
sína á Jesúm Krist. Þessi játningarhátíð í kirkjunni nefnist ferming.
Kirkjunni er veitt frelsi um ferminguna, hún er algjörlega á hennar
vegum. Því ber henni, svo sem framast má verða við það stórkostlega
tækifæri, að stefna að framkvæmd skímarskipunarinnar, „kennið þeim að
halda allt það, sem ég hefi boðið yður.“
Æskuskóli kirkjunnar vinnur að þessu markmiði ásamt fyrrgreindum
aðilum jafnframt því, sem hann ásamt þeim leitast við að vekja unglinginn
til kristinnar trúar og virkja hann til þjónustu í anda kristins samfélags.
Unglingurinn er leiddur inn í leyndardóm, þar sem er samfélag í trú.
Honum er vísað inn í helgustu vé safnaðarlífsins, þar sem er tilbeiðsla,
fyrirbæn og þjónusta.
Hugtakið „fermingarundirbúningur" er villandi. Það bendir til þess, að
takmark þessa undirbúnings sé fermingin ein og því ferli, sem hefst að
Fermingarathöfnin
og merldng hennar
Samrcemd atriði
Abendingar
27