Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 30
Bjami Sigurðsson
hausti, ljúki að vori. Þessu var ekki svo farið fyrrum í „símenntun“
kirkjunnar, og það á ekki fremur við nú.
Æskuskólinn stefnir að
a) fræðslu inn kristna trú, um líf safnaðams og störf
b) þátttöku í kristnu samfélagi, innlifun í það og ræktun trúarþels.
c) fyrirhugaðri fermingu og áframhaldandi trúarlífi og starfi í
lærisveinasamfélagi Krists- að eigin frumkvæði.
í æskuskólanum er ekki aðeins unglingurinn heldur og fjölskylda hans
boðin til kristins samfélags. Og unglingurinn er fermingarbarn
safnaðarins alls.
Á þessu fyrsta skeiði fjölþættrar kirkju- og trúfræðslu stendur
æskumanninum altarissakramentið til boða.
Kirkjan stefnir að markvísri fræðslu æskuskólans með því m.a., að ár
hvert er tekið fyrir eitt og sama stef í öllum sóknum landsins auk frjálsra
viðfangsefna. Biskup íslands ákveður stef æskuskólans hverju sinni ár í
senn, og kirkjan virkjar fjölmiðla, blöð og útvarp/sjónvarp til rækilegrar
kynningar og samstöðu um þetta starf um land allt.
Vel má hugsa sér, að undirbúningur fari að einhvem leyti fram inni á
heimilunum, þar sem bömin komi saman í smáhópum undir yfiramsjón
prests eða fræðara. Og leitazt er við að virkja heimilin með ýmsum hætti
til samstarfs.
VI
Það stendur enn óhaggað, að fermingin skal vera „fullkomin skylda“, þó
að í reynd fari þar hver eftir sínu höfði. Að lögum gilti þetta þó aðeins
um þjóðkirkjufólk frá 1886, auk þess sem trúfrelsi komst á í landinu með
stjómarskránni 1874. í lögum um utanþjóðkirkjumenn nr. 4/1886, sem
nú hafa endanlega verð afmáð frá 1. júlí 1975 með 1. um trúfélög nr.
18/1975, 22. gr., segir í 11. gr., að „fjórtán ára aldur bama þeirra, sem
ekki heyra þjóðkirkjunni, jafngildir fermingu, að því er til borgaralegra
réttinda kemur...“ Þetta ákvæði skipti einkum máli, meðan ferming og
altarisganga vom hjónavígsluskilyrði.83 í lögum um leysing sóknarbands
nr. 9/1882, sem einnig féllu úr gildi 1. júlí 1975 skv. 22. gr. tbrl., segir
aftur á móti, að „öllum húsráðendum, bömum þeirra og hverjum öðmm,
sem fermdur er og 18 ára,“ skuli heimilt að kjósa sér annan prest en
sóknarprest sinn. Þessi takmörkun á rétti ófermdra var löngu fallin niður
í reynd áður en lagabókstafurinn féll úr gildi. Sama er vitaskuld að segja
um efni 9. gr. sömu laga að því leyti, sem hún talar um fermingar-
vottorð.
83 Sbr. 4. gr. sömu laga.
28