Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 32
Bjami Sigurðsson
þessu ekki, á presturinn að áminna þau nokkrum sinnum, en
sýslumaðurinn sér um að sekta foreldrana, ef þeir hafa ekki sinnt
áminningum prestsins, þegar bamið verður 7 ára, og rennur sektin til
uppeldis fátækum bömum.
I téðu bréfi segir, að böm skuli byrja að læra kverið áður en þau verða
10 ára, en foreldrar og húsbændur skulu sæta sektum, ef þeir vanrækja,
og rennur sektin til uppeldis fátækum bömum.90 Og bömin skulu hafa
lokið bamalærdóminum 14 ára.91 Þar sem foreldrar og húsbændur
vanrækja fræðslu bamanna, skal taka þau frá þeim og þeim komið fyrir á
heimilum, þar sem séð er fyrir fræðslu þeirra á kostnað forráðamanna
auk þess sem þeir skulu sektaðir.92 Hverju sinni, sem prestur húsvitjar og
eins, ef bam hefir vistaskipti, skal presturinn athuga kunnáttu þess í lestri
og öðrum lærdómi, kynna sér framfarir þess og skrá í
húsvitjunarbókina.93 Vanræksla prests varðar sektum.94 Ef prestur fermir
ólæst bam, varðar það sektum.95
Með öðm kgbr. til Hannesar Finnssonar sama dag, 2. júlí 1790, er
staðfest, að honum hafi verið skylt að sekta 2 presta á Snæfellsnesi, sem
hann hafði gjört að greiða háar sektir, þar sem þeir hafi fermt ólæs
böm,96og er vitnað í bréf umsjónarráðs kirkna 20. apríl 1760.97
Þá er að athuga í örstuttu máli einn þátt þeirra gjörtæku áhrifa, sem
lögboðin ferming hafði á menntun landsmanna.
Enda þótt biskupar sumir, eins og t.a.m. Jón Ámason, (1722-1743),
legðu kapp á, að prestar sínir sinntu ósleitilega fræðslu bama og unglinga
og ætluðust til, að ungmenni nytu tilsagnar í kristnum fræðum, lestri og
jafnvel skrift, verður að viðurkenna, að margir prestar tóku þessari
umleitan tómlega.98
Tilskipanir þær, sem tóku gildi á ámnum 1741-1746 skipta hér
sköpum. Prestar fá markvís fyrirmæli um, hvemig þeir skuli haga
fræðslu sinni og eftirliti með fræðslu heimilanna. Með skipulögðum
húsvitjunum er komið á föstu eftirliti og fræðslu presta. Og heimilin sjálf
eða húsráðendur fá strengileg fyrirmæli um að sinna fræðslu eftir því,
sem föng em á. Prófastar hafa eftirlit með prestunum. Biskupar kanna
rækilega á yfírreið sinni, hvemig sóknarprestar sinni þessu hlutverki sínu
að sjá um, að forráðamenn bama kenni þeim bamalærdóminn og lestur,
90 Kgbr. 4. gr.
91 Kgbr. 5. gr.
92 Kgbr. 6. gr.
93 Kgbr. 7. gr.
94 Kgbr. 8. gr.
95 Kgbr. 9. gr.
96 Lovs. V, 696 n.
97 Lovs. H, 395n.
98 Er ekki ólfldegt, að víðar en hjá forvera, (Bjöm Gottskálksson 28/6 1719 - 8/9
1745), undirritaðs að Mosfelli hafi pottur verið brotinn. Um hann segir Harboe, er
hann kannaði hagi hans og sóknarfólks 1745: „Prestur hvorki kostgæfinn né
reglusamur; játaði að söfnuðurinn væri fáfróður. Lagði mesta áherzlu á að auka
tekjur sínar.“
30