Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 38
Bjami Sigurðsson
þýðing hans fyrst prentuð í Höfh 1746. Auk þesse kom hún 6 sinnum út á
Hólum, seinast 1781.
Ekki var Ponta tekið tveimur höndum, er hann var kynntur hér á
landi. Jafnvel Jón Ámason biskup tók honum fálega og hnýtti í bókina
bréfum, enda stóð svo á, að einmitt um sama leyti og bókin kom út
hingað, var gjörð seinasta prentun barnaspurninga hans í
Kaupmannahöfn. „Rangi-Ponti“ lá líka vissulega vel við höggi.
Hér er ekki úr vegi að geta þess, að sr. Vigfús Jónsson prestur í
Miklholti, f. 1736, d. 1786, samdi ágrip af Sannleika guðhræðslunnar og
lét prenta það í Höfn 1770 í því skyni að létta tomæmum bömum
fræðanámið, - Vigfúsarspurningar var bókin kölluð, - en með bréfi
umsjónarráðs kirkna 26. marz 1772111 var bannað að láta böm læra þetta
ágrip, þar sem Hólastóll hafði einkarétt á prentun guðsorðabóka.
Ponta var líka snúið upp í „sálmaljóð,“ sem sannar enn, hve mikils
háttar menn töldu þessa bók vera:
„Því næst var ég hvatamaður þess, að Sannleiki guðhrœðslunnar yrði
settur upp á sálmaljóð, fjórar síðari partarnir, af monsr. Þorvaldi
Magnússyni, en sá fyrsti af mér sjálfum, hvar um ég hef greinilega
skrifað í formálanum fyrir þeirri bók, er ég kalla Psalterium
catecheticum“ [fræðasaltara]112.
Tíminn líður, allt er í heiminum hverfult, trúarskoðanir fólksins
breytast. Heittrúarstefnan úreltist, og Ponti varð með tímanum
fomfálegur.
Næsta barnaspurningakver var prentað í Leirárgörðum 1796,
Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum handa
unglingum. Sannleika guðhræðslunnar mátti áfram nota jafnframt um 4
ára skeið. „Líka skulu Lúthers litlu fræði framvegis brúkast eins og
hingað til.“ Lærdómsbók Balles var löggilt hér með kansellíbrefi 25.
ágúst 1798113.
íslendingum féll kver Balles nokkuð vel í geð, enda hefir það komið út
oftar, einum 25 sinnum, og verið lengur notað hér á landi en nokkurt
annað spumingakver. Seinast var það prentað í Reykjavík 1882.
Vafalaust var þessi bók bragarbót frá Ponta, og var höfundurinn talinn
fremur frjálslyndur á sinni tíð, þó að ekki aðhyllist hann
skynsemistrúarstefnuna. Magnús Stephensen átti því ekki gott með að
sætta sig við hann, þó að honum þætti hann augljós framför frá
heittrúarstefnu Ponta. Árið 1807 kom út breytt útgáfa af bókinni, sem
kom fyrst í stað út á vegum Landsuppfræðingarfélagsins. Þar em gjörðar
nokkrar „endurbætur“ á trúarjátningunni og fræðunum. Vafalaust var
þessi breyting í anda Magnúsar, þó að prentaranum væri um kennt, en í
næstu útgáfu var bókin færð til fyrra horfs. Varð mikið fjaðrafok út af
þessari „endurbót“ kversins.
111 Lovs. III, 744.
112 Sjálfsævisaga sr. Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka, 22.
113 Lovs. VI, 340.
36