Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 39
Ferming í fjórar aldir
Bókinni sneri dr. Einar Guðmundsson frá Þórlaugargerði í
Vestmannaeyjum á íslenzku. Hann var prestur í Noregi og dó þar 1817.
Um höfundinn, Nicolaj Edinger Balle, 1744-1816, má geta þess, að
hann var afkastamikill í þágu kirkju sinnar, mikill athafnamaður og
umbótamaður, en enginn byltingarmaður. Eftir eins árs framhaldsnám
erlendis gjörðist hann sóknarprestur um eins misseris skeið, en varð þá
prófessor í guðfræði 1772. Hann var doktor í guðfræði tveimur árum
seinna og hirðprestur. Árið 1782 kvæntist hann dóttur Harboes
Sjálandsbiskups og var sjálfur Sjálandsbiskup 1785-1808.
Með bréfi kirkju- og kennslumálaráðuneytis 11. sept. 1865114 er leyft,
að spumingakver Balslevs í þýðingu Ólafs Pálssonar dómkirkjuprests
verði notað til undirbúnings fermingu, ef menn kjósa það fremur en
Balle. Að réttu lagi heitir bókin Lúthers katekismus með stuttri
útskýringu. Lœrdómsbók handa ófermdum unglingum. Höfundurinn er
Carl Frederik Balslev, 1805-1895. Hann var sóknarprestur og prófastur
fram eftir aldri, en 1867 varð hann biskup í Rípum.
Bók Balslevs naut mikilla vinsælda í Danmörku, og til marks um það
má nefna, að þar kom hún út 137 sinnum á 80 árum. Hér var þessu kveri
ekki tekið jafnfeginsamlega. Sá þótti einn meginkostur á kveri Balles, að
heimilin gátu hjálpað bömunum að tileinka sér efni þess án aðstoðar
fræðara. En raunar þótti 6. kafli langur og strangur og ýmislegt í kverinu
ekki nútímalegt, er hér var komið sögu.
Kver Balslevs gjörir hins vegar ráð fyrir, að kennari sé nærtækur til
að skýra efni þess. Sumir hefðu talið kost, að kver Balslevs var styttra en
Balles, en hér á landi var bókinni fundið það til foráttu og skýrt svo, að
það væri einkum ætlað tomæmum bömum, og af því dró kverið heiti sitt
í munni almennings og kallað tossakverið. Og þessi nafngift varð enn til
að ala á óánægju manna með bókina. Af þessu leiddi, að spumingaböm
notuðu ekki öll sama kver, þar sem Balle var enn í gildi, og olli það
nokkmm erfiðleikum.
Balslev kom aðeins fjórum sinnum út hér á landi á árunum 1866-1872.
Leið nú ekki á löngu áður en menn fóm að ráðgjöra að semja nýja bók
til fræðslu spumingabömum. Sú er ástæða þess, að Pétur Pétursson,
biskup 1866-1889, fór þess á flot við Helga lektor Hálfdanarson, að hann
semdi kver við hæfi íslenzkra bama. Samdi hann bókina á ámnum 1876
og 1877, og sama ár var hún prentuð og send prestum landsins til
umsagnar. Prestar tóku bókinni mjög vel og óskuðu eftir, að hún yrði
leyfð við fermingamndirbúning. Hinn 24. sept. 1878 heimilaði ráðherra
íslandsmála,115 að bók Helga lektors væri notuð við hlið hinna tveggja,
Balles og Balslevs. Bókin heitir Kristilegur barnalærdómur eftir lúterskri
kenningu. Fræði Lúters fyrgdu ekki 1. útgáfunni. Mun höfundur ekki
114 Lovs. XIX., 312-13.
115 „Bamalærdómsbók" Helga hlýtur með bréfl ráðherra Islandsmála 24/9 1878
löggildingu við hlið Balles og Balslevs, Stjt. 1879. 1879 B, 151.
37