Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 45
Lone Fatum
Kvennaguðfræði og kynbundin
túlkunarfræðileg ritskýring.
Staða og framtíðarhorfun
Fyrst af öllu vil ég þakka hjartanlega fyrir að vera boðið að flytja
gestafyrirlestur við þessa deild. Það er mér mikið gleðiefni að hafa fengið
færi á að heimsækja ísland og Reykjavík af þessu tilefni. Þetta er í fyrsta
sinn sem ég kem hingað og ég hef beðið þessarar heimsóknar með mikilli
eftirvæntingu. Það er eðlilega meiri ánægja að eiga þess kost að leggja fram
nokkrar hugleiðingar sem mjög halda mér fanginni, frammi fyrir áhuga-
sömum hópi sem hefur ekki aðeins löngun til að hlýða á mig heldur vill að
auki ræða við mig. Það er ekki síst hið síðastnefhda sem er þýðingamikið og
ég hlakka til þess.
Ég hef skilið verkefni mitt þannig, að annars vegar eigi ég að kynna
viðhorf mitt til kvermaguðfræði sem ritskýringavísinda og hins vegar að
draga upp mynd af þeirri þróun sem þegar hefur orðið í kvennaguðfræðinni.
Þetta þýðir að ég mun í því sem á eftir kemur, bæði gera grein fyrir stöðu og
horfum. Hvort tveggja gerir ráð fyrir einhverju því sniði grunnhugsunar sem
geri mögulegt að líta yfir sviðið og lýsa því. Því vil ég nú þegar leggja á það
áherslu, að eðli málsins samkvæmt get ég aðeins haft yfirsýn og gefið
lýsingu frá mínum eigin sjónarhóli. Þess vegna er það aðeins mitt sem fær
vægi í því sem hér fer á eftir og allt sem í því felst, með hliðsjón af
einföldun og afmörkun. Annar kvennaguðfræðingur hefði án efa tekið öðm
vísi á efninu, fundið því grunnhugsun og sjónarmið með öðrum hætti. Ég
bið hvert og eitt ykkar að veita þessu athygli. Það er ekki hinn óbreytanlegi
sannleikur um kvennaguðfræðina sem ég kem með. öðru nær; ég sé hlutina
í gegnum eigin gleraugu og hesta mig úr eigin stóði.1 2 í fyrsta lagi þýðir
þetta, að ég mun einbeita mér að því sviði kvennaguðfræðinnar sem hefur
þýðingu í samhengi ritskýringar og stefnir til túlkunarfræða. í öðru lagi
þýðir þetta, að mitt einstaklingsbundna og mjög svo gagnrýna mat á stórum
þáttum í viðfangsefni kvennaguðfræðinnar, mun setja mark sitt á framsetn-
ingu mína. Greining mín á stöðunni mun því að meginstefnu, vera efabland-
nari en fjöldamargra annarra kvennaguðfræðinga. Loks er mat mitt á því
sem ég kalla kynbundna túlkunarfræði, varla enn sem komið er, mat allra
þeirra sem fást við kvennaguðfræðilega ritskýringu.
Þar sem þessir fyrirvarar hafa nú að vonum fengið þann sess sem þörf
ber, mun ég í framhaldinu halda mig við þrjú atriði sem mér virðast vera
höfuðatriði. Hið fyrsta er réttmætt hlutverk huglægninnar í sérhverri
útleggingu og þá ekki síst í guðfræði sem snýst um útleggingu tilvemnnar
1 Gestafyrirlestur við guðfræðideild Háskóla íslands 26. september 1990.
2 „Rider mine egne kæpheste.“
43