Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 45
Lone Fatum Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarfræðileg ritskýring. Staða og framtíðarhorfun Fyrst af öllu vil ég þakka hjartanlega fyrir að vera boðið að flytja gestafyrirlestur við þessa deild. Það er mér mikið gleðiefni að hafa fengið færi á að heimsækja ísland og Reykjavík af þessu tilefni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað og ég hef beðið þessarar heimsóknar með mikilli eftirvæntingu. Það er eðlilega meiri ánægja að eiga þess kost að leggja fram nokkrar hugleiðingar sem mjög halda mér fanginni, frammi fyrir áhuga- sömum hópi sem hefur ekki aðeins löngun til að hlýða á mig heldur vill að auki ræða við mig. Það er ekki síst hið síðastnefhda sem er þýðingamikið og ég hlakka til þess. Ég hef skilið verkefni mitt þannig, að annars vegar eigi ég að kynna viðhorf mitt til kvermaguðfræði sem ritskýringavísinda og hins vegar að draga upp mynd af þeirri þróun sem þegar hefur orðið í kvennaguðfræðinni. Þetta þýðir að ég mun í því sem á eftir kemur, bæði gera grein fyrir stöðu og horfum. Hvort tveggja gerir ráð fyrir einhverju því sniði grunnhugsunar sem geri mögulegt að líta yfir sviðið og lýsa því. Því vil ég nú þegar leggja á það áherslu, að eðli málsins samkvæmt get ég aðeins haft yfirsýn og gefið lýsingu frá mínum eigin sjónarhóli. Þess vegna er það aðeins mitt sem fær vægi í því sem hér fer á eftir og allt sem í því felst, með hliðsjón af einföldun og afmörkun. Annar kvennaguðfræðingur hefði án efa tekið öðm vísi á efninu, fundið því grunnhugsun og sjónarmið með öðrum hætti. Ég bið hvert og eitt ykkar að veita þessu athygli. Það er ekki hinn óbreytanlegi sannleikur um kvennaguðfræðina sem ég kem með. öðru nær; ég sé hlutina í gegnum eigin gleraugu og hesta mig úr eigin stóði.1 2 í fyrsta lagi þýðir þetta, að ég mun einbeita mér að því sviði kvennaguðfræðinnar sem hefur þýðingu í samhengi ritskýringar og stefnir til túlkunarfræða. í öðru lagi þýðir þetta, að mitt einstaklingsbundna og mjög svo gagnrýna mat á stórum þáttum í viðfangsefni kvennaguðfræðinnar, mun setja mark sitt á framsetn- ingu mína. Greining mín á stöðunni mun því að meginstefnu, vera efabland- nari en fjöldamargra annarra kvennaguðfræðinga. Loks er mat mitt á því sem ég kalla kynbundna túlkunarfræði, varla enn sem komið er, mat allra þeirra sem fást við kvennaguðfræðilega ritskýringu. Þar sem þessir fyrirvarar hafa nú að vonum fengið þann sess sem þörf ber, mun ég í framhaldinu halda mig við þrjú atriði sem mér virðast vera höfuðatriði. Hið fyrsta er réttmætt hlutverk huglægninnar í sérhverri útleggingu og þá ekki síst í guðfræði sem snýst um útleggingu tilvemnnar 1 Gestafyrirlestur við guðfræðideild Háskóla íslands 26. september 1990. 2 „Rider mine egne kæpheste.“ 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.