Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 48
Lone Fatum
Kvennaguöfræöin er háö kvennahreyfingunni
Kvennaguðfræði er, eins og allar aðrar kvennarannsóknir, þróuð á grunni
kvennahreyfingarinnar og því verður að meta hana í tengslum við aðferðir í
stjómmálabaráttu kvenna sem ruddu sér rúms í lok 7. áratugarins og á þeim
8. Sé þessi þróun skoðuð sem atburðarás, bundin einni grundvallar-
hugmynd, þá er auðsætt að hún er ekki síst þróun í afstöðu til huglægni
kvenna og útleggingar á henni.
í byrjun var það sérleikur kvenna sem var markmið í sjálfu sér og þurfti
að vera það, í þeim skilningi að um það var að ræða að finna kvengervin og
gera þau sýnileg; lífshvatir kvenna; goðsagnir um konur og reynslu kvenna,
jafnt í textum og hefðum sem í menningu, samfélagi og sögu. Það er ef til
vill erfitt að skilja þetta í dag en reynslan af þessu er alkunn sem risastórt
vitundarskrið fyrir kvennaguðfræðinga 8. áratugarins, að uppgötva að
yfirleitt væri konum til að dreifa í sögu kirkjunnar og guðfræðilegri hefð; að
það reyndist mögulegt að finna skírskotanir til reynsluheims kvenna, bæði í
Gamla og Nýja testamenti, og að meðal þessara skírskotana voru jafnvel
fáeinar sem virtust vera jákvæðar í garð kvenna og þeim ótvíræð viður-
kenning. Einmitt þetta, tilraunin til að finna og afhjúpa í texta og hefð það
sem veitt gæti konum viðurkenningu, var í fjölda ára það sem ákvarðaði
framlag kvenna-guðfræðinnar. Það segir sig sjálft að það var í senn styrkur
kvennaguðfræðinnar og afmörkun á þessum árum. Hið kvenlega varð, fyrir
stóran hluta kvennarannsóknanna, eins konar kennimark um heiður ef svo
má að orði komast, og að finna konur og jákvæða lífsreynslu kvenna þrátt
fyrir karllæga útleggingu og feðrahverfa hefð í texta og sögu, varð í sjálfu
sér eitthvað þýðingarmikið, eitthvað sem frelsaði konur.
í ritskýringu kvennaguðfræðinnar þýddi þetta oft, að það eitt að konur
væri að finna í jesúhreyfingunni eða hinum elsta kristna söfnuði bæri að
skoða sem mikið hnoss. Það var ekki alltaf spurt af nægilegu innsæi eða
með nægilega gagnrýnum hætti að því, hvers lags konur eða hvers konar
lífshvatir kvenna væri að finna í Nýja testamentinu, né heldur var spurt á
hvaða forsendum þetta væri fundið. Það var óskaplega mikil þörf fyrir
persónur og form sem verið gátu fyrirmyndir. Þess vegna hefur mikill hluti
kvennaguðfræðinnar verið full ginnkeyptur til að gleðjast of mikið gagn-
rýnislaust yfir allt of litlu. Margar hafa kosið að finna án þess að rannsaka
fundinn nánar. Þannig hefur t.d. Föbe úr Rómverjabréfinu 16:1-2 aftur og
aftur verið stillt upp sem einstaklingsbundinni tryggingu fyrir jafnri stöðu
kvenna og karla í hópi samverkamanna Páls. En hvað verður um þessa jöftiu
stöðu ef nánari og gagnrýnni rannsókn knýr okkur til að láta skiljast að
skilyrðið, fyrir stöðu konu sem samverkamanns, var að hún sverði af sér
kvenlega kynferðishætti og lifði meinlætalífi. í Lúkasarguðspjalli 8:1-3 er
talað um flokk kvenna og svo er sagt um þær, að þær hafi þjónað Jesú og
lærisveinunum. Er þetta, þegar allt kemur til alls, mynd af jafnrétti og frelsi
eða er þetta ekki fremur enn ein myndin af þeim kyntengda stiga valda og
réttinda og þeirri bjöguðu verkaskiptingu kynjanna sem við enn könnumst
svo vel við?
46