Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 48
Lone Fatum Kvennaguöfræöin er háö kvennahreyfingunni Kvennaguðfræði er, eins og allar aðrar kvennarannsóknir, þróuð á grunni kvennahreyfingarinnar og því verður að meta hana í tengslum við aðferðir í stjómmálabaráttu kvenna sem ruddu sér rúms í lok 7. áratugarins og á þeim 8. Sé þessi þróun skoðuð sem atburðarás, bundin einni grundvallar- hugmynd, þá er auðsætt að hún er ekki síst þróun í afstöðu til huglægni kvenna og útleggingar á henni. í byrjun var það sérleikur kvenna sem var markmið í sjálfu sér og þurfti að vera það, í þeim skilningi að um það var að ræða að finna kvengervin og gera þau sýnileg; lífshvatir kvenna; goðsagnir um konur og reynslu kvenna, jafnt í textum og hefðum sem í menningu, samfélagi og sögu. Það er ef til vill erfitt að skilja þetta í dag en reynslan af þessu er alkunn sem risastórt vitundarskrið fyrir kvennaguðfræðinga 8. áratugarins, að uppgötva að yfirleitt væri konum til að dreifa í sögu kirkjunnar og guðfræðilegri hefð; að það reyndist mögulegt að finna skírskotanir til reynsluheims kvenna, bæði í Gamla og Nýja testamenti, og að meðal þessara skírskotana voru jafnvel fáeinar sem virtust vera jákvæðar í garð kvenna og þeim ótvíræð viður- kenning. Einmitt þetta, tilraunin til að finna og afhjúpa í texta og hefð það sem veitt gæti konum viðurkenningu, var í fjölda ára það sem ákvarðaði framlag kvenna-guðfræðinnar. Það segir sig sjálft að það var í senn styrkur kvennaguðfræðinnar og afmörkun á þessum árum. Hið kvenlega varð, fyrir stóran hluta kvennarannsóknanna, eins konar kennimark um heiður ef svo má að orði komast, og að finna konur og jákvæða lífsreynslu kvenna þrátt fyrir karllæga útleggingu og feðrahverfa hefð í texta og sögu, varð í sjálfu sér eitthvað þýðingarmikið, eitthvað sem frelsaði konur. í ritskýringu kvennaguðfræðinnar þýddi þetta oft, að það eitt að konur væri að finna í jesúhreyfingunni eða hinum elsta kristna söfnuði bæri að skoða sem mikið hnoss. Það var ekki alltaf spurt af nægilegu innsæi eða með nægilega gagnrýnum hætti að því, hvers lags konur eða hvers konar lífshvatir kvenna væri að finna í Nýja testamentinu, né heldur var spurt á hvaða forsendum þetta væri fundið. Það var óskaplega mikil þörf fyrir persónur og form sem verið gátu fyrirmyndir. Þess vegna hefur mikill hluti kvennaguðfræðinnar verið full ginnkeyptur til að gleðjast of mikið gagn- rýnislaust yfir allt of litlu. Margar hafa kosið að finna án þess að rannsaka fundinn nánar. Þannig hefur t.d. Föbe úr Rómverjabréfinu 16:1-2 aftur og aftur verið stillt upp sem einstaklingsbundinni tryggingu fyrir jafnri stöðu kvenna og karla í hópi samverkamanna Páls. En hvað verður um þessa jöftiu stöðu ef nánari og gagnrýnni rannsókn knýr okkur til að láta skiljast að skilyrðið, fyrir stöðu konu sem samverkamanns, var að hún sverði af sér kvenlega kynferðishætti og lifði meinlætalífi. í Lúkasarguðspjalli 8:1-3 er talað um flokk kvenna og svo er sagt um þær, að þær hafi þjónað Jesú og lærisveinunum. Er þetta, þegar allt kemur til alls, mynd af jafnrétti og frelsi eða er þetta ekki fremur enn ein myndin af þeim kyntengda stiga valda og réttinda og þeirri bjöguðu verkaskiptingu kynjanna sem við enn könnumst svo vel við? 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.