Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 77
Hörður Áskelsson
Messuformið
fjötrar eða frelsi ?i
Það er sannarlega flókið mál að fjalla um messuna. Svo margar eru hliðar
hennar, svo löng er saga hennar. Hún er í senn sígild og alltaf ný. Hún
endurspeglar sögu kristninnar í bráðum 2000 ár og er jafnframt
tjáningarform nútímamannsins í því sem mestu varðar um heill hans og
hamingju. Hún er miðpunktur safnaðarlífs kristins safnaðar, mótstaður
manns og Krists. Hvar skal byrja og hvar skal enda? Hér verða spum-
ingamar eflaust fleiri en svörin.
Formið í handbókinni 1981
Messuformið, fjötrar eða frelsi hef ég valið sem yfirskrift þessara orða.
Hvaða messuform á ég við þegar ég nota ákveðinn greini með orðinu?
Er ekki til fjöldinn allur af messuformum? Ég á hér við það form messu
sem er aðalmessuform handbókar íslensku kirkjunnar frá 1981.1 2 Þetta er
messuformið í íslensku kirkjunni í dag, messuform, sem er klassískt á
mælikvarða sögu kristinnar kirkju. Þetta form samanstendur af 26 tölu-
liðum, í röð sem ætlast er til að haldi sér sunnudag eftir sunnudag kirkju-
árið um kring. Það samanstendur af föstum liðum, þ.e. textiun sem alltaf
eru eins, og breytilegum liðum, þar sem textamir breytast í takt við
sunnudaga og aðra hátíðisdaga kirkjuársins.
Formið er fullt af litúrgískum formúlum á hátíðarmáli, sem er flestu
venjulegu fólki óskiljanlegt, eða hvemig á það að lyfta „hjörtum sínum til
himins“ svo „maklegt sé og réttvíst“? Eða hvaða „heilaga almenna kirkja“
og „samfélag heilagra“ er það, sem það skal játa trú á? Hvað merkir
Hósíanna, Hallelúja og Amen, svo eitthvað sé tínt til? Þeir sem hafa að
baki háskólagráðu í guðfræði geta svarað þessum spumingum, en hvað
með þann sem ekki sat fyrirlestra og ekki lærði fyrir ferminguna sína og
ekki hefur ræktað trúna, og leitar nú allt í einu samfélags við Krist? Hann
tekur boði kirkjunnar og sækir safnaðarguðsþjónustuna á Drottins degi og
hvað mætir honum? Tungumál sem hann skilur ekki, siðir sem haim
hefur kannske upplifað sem eitthvert grínatriði um presta í bíói og tónlist
sem er fom og þunglamaleg. Söfnuðurinn er auk þess sí og æ að standa
upp og setjast niður eftir einhverjum óskiljanlegum reglum. Þetta er það
sem fólk kallar svo messuformið, með greini, og segir í trúarlífskönn-
unum að sé þungt og leiðinlegt. Er ekki hætt við því að eftir fyrstu eða
aðra tilraun fari vinur okkar eitthvert annað í leit sinni að Kristi, þangað
sem „formið“ er aðgengilegra, eða „léttara“ eins og menn segja, meira í
1 Grein þessi var flutt sem erindi í málstofu í guðfræði 25. nóvember 1990.
2 Það hefst á bls. 17 í þeirri bók.
75