Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 78
Hörður Áskelsson
takt við tímann. „Messuformið“ í almannarómi er guðsþjónustan í ís-
lensku þjóðkirkjunni, án tillits til hvort messað er eftir „gömlu“ eða
„nýju“ handbókinni, hvort kvöldmáltíðar er neytt eða ekki, hvort sem
sunginn er „Sigfús“, „Bjami“ eða „Gregor“.
Margbreytileg messuform
En messuform eru margbreytileg. Og það sem meira máli skiptir,
innihald messuformsins, sálin í líkamanum, er aldrei tvisvar eins. Ef
bomar em saman tvær síðustu handbækur íslensku þjóðkirkjunnar,
helgisiðabókin frá 1934 og sú nýja frá 1981, má glöggt sjá hve ólík
messuform geta verið á sömu öld hjá sömu kirkjunni. Hér eiga guðs-
þjónustur vart nema nafnið sameiginlegt. í nýju bókinni er messa með
altarisgöngu sett fram sem regla og kölluð því klassíska nafni „messa“. í
gömlu bókinni er almenn helgidagaguðsþjónusta, án altarisgöngu og án
allra fastra söngliða hinnar hefðbundnu messu, enda er þar um að ræða
prédikunarguðsþjónustu, en ekki messu í hefðbundnum skilningi. Svo
mikil er breytingin á „messuforminu“ á þessum stutta tíma. (Sú skoðun
fyrirfinnst að heitið messa, skuli einungis nota um guðsþjónustur þar sem
kvöldmáltíðin er framreidd.)
Hvað er messa?
En hverfum nú að kjama erindis míns, messuforminu og því hvað það á
að innihalda til að þjóna sínum tilgangi. Og hver er hann eiginlega
tilgangurinn, og hvað er messa? Til að svara þessum spumingum til hlítar
þarf að sjálfsögðu meira rúm en hér er skammtað, en réttast er að leita
fyrst til hins fmmkrisma safnaðar, sem nærðist á orði Krists og fyrir það
kom saman til að „gjöra þetta í mína minningu“ þ.e. að neyta brauðs og
víns. Hvemig menn gjörðu þetta er það sem greinir hin ólíku messuform
að, en þessi fyrirmæli Lúkasarguðspjalls (22:19) „er hin mótandi grunn-
regla, sem tengir ólíkustu litúrgísk form saman.“
„Gjörið þetta í mína minningu.“3 Þetta er sem sé það sem messan
byggist á, að koma saman til neyslu drottinlegrar máltíðar í minningu
Krists. í huga lærisveinanna er sú minning ekki bara eins og einhver
mynd í huganum, hún er lifandi framköllun hennar, Kristur er raunvem-
legur til staðar. Krossfestingar hans er minnst, hún ein getur gefið þeim
eilíft líf með og í honum. Á tímum postulanna er talað um hina „drottin-
legu máltíð“ (1. Kor 11:20).
Nýja testamentiö
Mikið skortir á að lýsingar í ritum Nýja testamentisins á framkvæmd
máltíðarinnar gefi okkur heilsteypta mynd af forminu, enda hefur það
eflaust verið með breytilegu sniði á þessu fyrsta skeiði mótunar helgi-
siðanna. Þó em ýmsar vísbendingar, sem draga má ályktanir af. Útgangs-
punkturinn er að sjálfsögðu síðasta kvöldmáltíðin á skírdagskvöld, en
3 Rudolf Stahlin, Leiturgia I bls. 2.
76