Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 80
Hörður Áskelsson
að rekja sögu messunnar frá þessum tíma. Þróun litúrgíunnar varð mjög
hröð í Austurkirkjunni, þar sem Konstantínópel varð höfuðstaðurinn.
Formið hlóð utan á sig, varð íburðarmikið, skrautlegt að gerð og út-
færslu. Mikil fjölbreytni er einkennandi. Vesturkirkjan, með Róm í
miðpunkti, nærðist í byrjun af hugmyndum frá austri. Grískan var meðal
annars lengi mál helgisiðanna, en þessi kirkja var í eðli sínu fastheldnari á
form og forðaðist að láta litúrgíuna verða fómarlamb kenningadeilna.
Trúarjátningamar, sú níkeanska og sú postullega, eru dæmi um muninn á
vestur- og austurkirkjunum. Segja má að í grófum dráttum hafi form
messunnar í vesturkirkjunni festst í sessi með skipan Gregors mikla páfa
við upphaf 7. aldar, en hann samræmdi messuformið, ákvað endanlega
niðurröðun messuliða, þá röð sem messuform vestræima kirkna og þar
með messuformið í íslensku handbókinni byggir á.
Og hvemig er þetta form og hefur það eitthvað sameiginlegt með
messuformi fmmkirkjunnar, sem byggði svo skýrt á fyrirmælum Krists
um hvert markmiðið væri? Skoðum fyrst uppbygginguna (sjá bls. 81-82).
Hér er um tvo aðgreinda hluta að ræða, þ.e. Samfélagið um Guðs orð og
Samfélagið um Guðs borð. Það fyrra er boðunin, það síðara máltíðin.
Þetta samræmist hugmyndunum um guðsþjónustuform postulanna. Báðir
hlutamir skiptast í margar undirgreinar: Introitus, Kyrie, Gloria, Koll-
ekta o.s.frv. Þessi skipting var vissulega ekki svona og virðist í fljótu
bragði til þess fallin að gera einfaldan hlut flókinn, en skipanin byggir
sem fyrr greinir á skipan Gregors mikla frá því um 600. Hver em rökin
fyrir þessu flókna formi? Þau liggja að hluta til í ytri ástæðum, fram-
kvæmd litúrgíunnar og að hluta í innri þróun vegna reglubundins helgi-
halds og bænalífs safnaða kirkjunnar. Til að mynda varð introitusinn til
sem undirspil (söngur) við inngöngu klerkanna í helgidóminn. Sú stað-
reynd að efni hans skyldi sótt í Saltarann byggði á veglegum sessi þeirrar
sálmasöngbókar í helgihaldinu. Lengd söngsins ákvarðaðist af fjarlægð
skrúðhúss frá kór kirkjunnar. Staðsetning Kyrie, fasts messuliðar á
föstum stað, mætti rökstyðja með þörf hins kristna manns fyrir náð
Drottins, í upphafi, áður en hann hefur upp raust sína í dýrðlegum lof-
söng Gloria. Kollektan safnar hugum safnaðarins saman, áður en sjálfur
boðskapurinn, Guðs orð, hljómar, en það er kjami þessa hlutar mess-
unnar. Svona mætti halda áfram og rökstyðja hvem lið þessa messuforms,
rekja sögu hans og þróun. Og það er auðvitað nauðsynlegt, vilji menn
öðlast skilning á innri uppbyggingu messunnar og tilgangi. Það verður að
viðurkennast að slík umfjöllun getur gert messuformið býsna þurrt og
skynsemislegt, og það er í eðli sínu andstætt hugmyndinni um lifandi trú
og lifandi tilbeiðslu. Þá sýnist messuformið vera fjötur, sem bindur söfn-
uðinn við forskrifað atferli, sem hindrar frjálsa tjáningu og úthýsir heil-
ögum anda og þar með Kristi sjálfum, sem á auðvitað að vera miðpunktur
alls.
En hér emm við ekki enn komin að kjama málsins, þ.e. uppfyllingu
formsins, útfærslunni sjálfri, í söng, lestri, bæn, útleggingu og móttöku
78