Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 86
Kristján Búason
Meðal þeirra hugmynda og aðferða sem áhrifamiklar hafa verið m.a. í
málvísindum og bókmenntum er formgerðarstefnan eða strúkturalisminn
(e. Structuralism). Grundvallarhugtök formgerðarstefnunnar eru heild,
umbreyting og sjálfstýring. Litið er á viðfangsefnið, í þessu tilfelli texta,
sem heild, sem er uppbyggð af þáttum, sem eru frábrugðnir heildinni.
Umbreyting felur í sér útfærslu, þ. e. hið formaða fomar, viðbótarþættir
aðlagast kefinu, en sjálfstýringin felur í sér, að umbreytingin fer aldrei út
fyrir kerfið. Hópur fyrirbæra, sem vantar þessi einkenni, er samansafn
(fr. agrégat) ekki formgerð.* 2 Formgerðarstefnan í málvísindum og
bókmenntum flokkast undir hlutlægar kenningar um texta, sem ganga út
frá sjálfstæði textans og taka ekki tillit til höfundar, umheims eða
lesanda.3 Formgerðargreining í bókmennntum er ekki endursögn á
tilteknu verki eða skynsamleg samantekt á innihaldi þess, heldur setur hún
fram kenningu um formgerð og aðgerðir bókmenntalegrar fram-
semingar, litróf bókmenntalegra möguleika, þannig að tiltekið bók-
menntaverk skoðast sem dæmi um sérstaka birtingu þessara möguleika.4 * &
Formgerðarstefnan fæst einkum við hvernig texti hefur merkingu, ekki
fyrst og fremst hvað hann merkir. Formgerðarstefnan hefur verið í
stöðugri þróun og kvíslast um leið og hún hefur haft bæði bein og óbein
áhrif á aðra en áhangendur sína.
Hér verður nú reynt að gefa stutt yfirlit yfir aðdraganda og þróun
formgerðarstefnunnar í bókmenntum fram til eins helzta fulltrúa hennar í
the anxiety of influence; deconstruction; forms of reader-response criticism;
reception-theory; semiotics, speech act theory."
2 Sjá Piaget, J, Le Structuralisme. Paris: Presses Universitaires de Francel972. Bls.
6-16. „En un mot, une structure comprend ainsi les trois caractéres de totalité, de
tansformations et d'autoréglage.“ Bls. 7. Sjá enn fremur Chatman, S., Story and
Discourse. Narrative Structure in Fiction and Film. Ithaca and London, Comell
University Press 1983. Bls. 20-21. Hann styðst við skilgreiningu hins fyrmefnda.
3 Túlkandi texta velur samhengi og sjónarhorn. Gerður er greinarmunur á hermi-
kenningum (mimetic theories), þar sem textinn er skýrður sem eftirlíking umheimsins
og sem tilvísun tíl hans, áhrifakenningum (pragmatic theories), þar sem textinn er
skýrður m. t. t. þess að hann hafi áhrif á viðtakanda/lesanda, tjáningarkenningum
(expressive theories), þar sem textinn er skýrður sem tjáning höfundar, og
hlutlægum kenningum (objectíve theories), þar sem textinn er skýrður sem lokuð
eining, samansett af innri formgerðarvenzlum grundvallarþátta. Flestir fræðimenn
taka tíllit til allra sjónarhoma, en oft fylgja þeir einkum einu þeirra. Sjá Abrams, H.,
The Mirror and the Lamp. New York: Oxfoid University Press 1963. Bls. 6. Sjá
ennfremur Olsson, B., A Decade of Textlinguistic Analysis of Biblical Texts at
Uppsala, í Studia Theologica 39 (1989), bls. 107nn, og Jón Sveinbjömsson, Ný
viðhorf í biblíurannsóknum, í Tímarit Háskóla íslands. Nr. 1, 1. tölublað, 1.
árgangur 1986. Reykjavík: Háskóli íslands 1986. Bls. 40-48.
4 Sjá Todorov, T., Structural Analysis of Narrative í Davis, Robert Con (Útg.),
Contemporary Literary Criticism. Modernism through Post-Structuralism. New York
& London: Longman. Bls. 324. „Such analysis seeks no longer to articulate a
paraphrase, a ratíonal resumé of the concrete work, but to propose a theory of the
stmcture and operation of the literary discourse, to present a spectum of literary
possibilities, in such a manner that the existíng works of literature appear as
partícular instances that have been realized."
84