Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 92
Kristján Búason
málkefum.36 í greiningu sinni gengur Hjelmslev út frá textaheild og
skiptir henni niður í sífellt smærri einingar (da. derivater) næstu stærðar
fyrir ofan, unz ekki verður frekar skipt. Hann beiti undirliðun af tvennu
tagi, annas vegar undirliðun eftir því, hvort um er að ræða áframhaldandi
texta (da. forlpb), sem skiptist í keðjur (da. kæder) og síðan hluta (da.
dele), hins vegar undirliðun, eftir því hvort um er að ræða kerfi (da.
systemer), sem skiptast í dæmi (da. paradigmer) og síðan liði (da. led).37
Hann skerpti hugtök de Saussures með því að líta á táknið þannig, að það
hafi hlutverk (da. funktion), þ. e. sé háð, sbr. að vera hluti keðju eða
liður í kerfi eða að vera einingar eins og hlutar eða liðir í gagnkvæmum
tengslum, þar sem táknmynd og táknmið eru hlutverkaeiningar (da.
funktiver). En með hlutverkaeiningu á hann við fyrirbæri, sem gegnir
hlutverki gagnvart öðru fyrirbæri. Hlutverk geta verið hlutverkaeiningar
hvert gagnvart öðru.38 Haxm greindi milli forms (da. form), sem fól í sér
bæði aðgreiningu og val hljóða og innihalds, og efniviðs (da. substans),
sem fól í sér massa bæði hljóða eða merkingar, bæði hjá táknmynd og
táknmiði. Efniviðurinn (da. substans) er algjörlega háður forminu. Án
þess hefur hann ekki sjálfstæða tilvist. Þetta áréttaði Hjelmslev í vissri
gagnrýni á de Saussure. Aðgreining forms og efniviðar á sviði táknmiðs,
var nýtt framlag Hjelmslevs í málvísindum39. Þetta taldi hann koma fram
við samanburð á ólíkum tungumálum, þar sem þau skiptu með ólíkum
orðum litrófinu á mismi nandi hátt, sbr. einnig orð yfir tré og skóg í
dönsku, þýsku og frönsku, sem sýna ýmist tvær eða þrjár myndir, sem
skiptu með ólíkum orðum og háð tilviljun og ólíkt sama merkingarsviði:
Danska: Þýzka: Franska:
Træ Baum Arbre
Holz Bois
Skov Wald Forét
Danskan aðgreinir ekki með tákninu „Træ“ (1. mynd) einstök tré, sbr. á
þýzku og frönsku „Baum“/„Arbre“, og efnið tré, sbr. á þýzku og frönsku
„Holz“/„Bois“, en franska „Bois“ nær bæði yfir efniviðinn tré og hluta af
því, sem á dönsku og þýzku kallast „Skov“/„Wald“ og sömuleiðis á
frönsku nefnist „Forét“.40 Minnstu einingar táknmyndar og táknmiðs, sem
ákvarðast af samhengi sínu innan heildarkerfisins á hvoru sviði kallaði
36 Sjá Anderson, bls. 151. Sumir fræðimenn telja Hjelmslev hafa orðið fyrir áhrifum
ffá rökfræði Rudolfs Camaps (1891-1970).
37 Sjá Hjelmslev, bls. 26nn.
38 Sjá Hjelmslev, bls. 31-44.
39 Sjá Kemp, Peter, Sprogets dimensioner. Kpbenhavn: Berlingske Forlag
MCMLXXII. Bls. 104
40 Sjá Hjelmslev, bls. 44-50. Sjá ennfremur Hallbáck, bls. 20.
90