Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 93
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
hann „glossemer“, þar af kemur nafnið „glossematik“ um hugtakakefi og
skóla Hjelmslevs.41
Þá rannsakaði hann kerfisbundið, hvaða breytingar eða skipting (da.
kommutation) á hljóðum í orðum breyttu merkingu þeirra, sbr. ísl. vík -
vír. Með tilliti til setningarinnar er hægt að skipta út óendanlegum fjölda
af orðum á vissum stöðum, sem breyta merkingu setninganna, en séu
smærri einingar teknar fyrir, fækkar í fjölda eininga, t.d. mögulegra
tenginga hljóða/stafa, unz náð er lokuðu kerfi hljóða eða stafrófs
viðkomandi máls.42 Hér er fylgt smættunarreglu og einföldunarreglu.
Stafimir í stafrófinu em ekki merkingabærir í sjálfum sér. Hér er komið
undir það stig, að samsvömn sé milli táknmyndar og táknmiðs. Hér talar
Hjelmslev um „udtryksfigurer“ og „indhállsfigurer“ 43 Hjelmslev taldi að
hliðstætt væri hægt að gera á sviði táknmiðs, þó að það hefði ekki verið
gert í málvísindum áður. Merkingar eins og 'kýr', 'karl', og 'stúlka' er
hægt að greina í andstæðar fmmeiningar, annars vegar 'hann', 'hún' og
hins vegar 'uxi', 'manneskja', 'bam'. Með því að skipta út fmmþáttum
merkinga er skipt út tjáningarformum, t. d. 'hún' + 'uxi' = 'kýr', 'hann' +
'uxi' = 'naut'.44 Hér hefur verið dvalið við þætti í kenningu Hjelmslevs,
sem Greimas byggir m. a. á síðar í riti sínu „Semantique structurale.“45
Áhrifamaður í þróun málvísinda var Rússinn Roman Jakobson (1896-
1982), prófessor síðast í Harvard frá 1945, en á sínum tíma starfaði hann
m. a. ásamt N. S. Trubetzkoj sem er einn af Prag-málvísinda-
mönnunum,46 sem lögðu grundvöll að hljóðkerfisfrœðinni (e. phonology,
þ. Phonologie) og greindu hana endanlega frá hljóðfræðinni (e. phonetics,
þ. Phonetik), sem byggir á eðlisfræðilegri athugun og tilheyrir eingöngu
„la parole.“47 De Saussure hafði talað um hljóðeiningar, sem ekki verður
frekar skipt. Greining þeirra byggist samkvæmt honum á heyminni, en
lýsingin eingöngu á mynduninni í talfæmm. í þeim skilningi er hún
41 Sjá Hjelmslev, bls.. 72. Um skólann sjá Spang-Hansen, Henning, Glossematics í
Trends in European and American Linguistics 1930-1960. Edited on the Occation of
the Ninth Intemational Congress of Linguists Cambridge, Massachusetts 27 August -
1 September 1962 by Christine Mohrmann, Alf Sommerfelt and Joshua Whatmough.
Utrecht - Antwerp: Spectrum Publishers MCMLXX. Bls. 128-162.
42 Sjá Hjelmslev, bls. 55-61.
43 Sjá Hjelmslev, bls. 61.
44 Sjá Hjelmslev, bls. 63nn. Við þetta gerir Anderson í tilvitnuðu riti, sbr tilvimun 10
hér að ofan, eftirfarandi athugasemd:, Jn general, the complete symmetry of the two
planes (expression and content) was a major tenet of glossematic theory; but in the
absence of serious studies of content form, it remained a point of principle with little
empirical content."
45 Sjá hér síðar.
46 Sjá almennt yfirlit hjá Vachek, Josef, The Linguistic School of Prague. An
Introduction to its Theory and Practice. Bloomington&London: Indiana University
Press 1966.
47 Sjá Trubetzkoy, N. S., Grundziige er Phonologie. Göttingen: Vandenhoeck &
Ruprecht 1971. Bls. 7nn.
91