Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 94
Kristján Búason
samsett.48 Þetta var ófullnægjandi skilgreining, þar sem hljóðgildi í sömu
stöðu vom mismunandi bæði eftir einstaklingum og mállýzkum. En hljóð-
kerfisfræðin hugar að hljóðunum í tengslum við hlutverk tákns, þ.e.
merkingarbæra þætti málsins. Hlutverk hljóðkerfisfræðinnar er að kanna,
hvaða mismunur hljóða í viðkomandi máli er tengdur merkingarmun,
athuga innbyrðis afstöðu hinna greinandi eininga og eftir hvaða reglum
þær em tengdar í orð.49 Menn greindu merkingargreinandi hljóðeiningar
(e. phonem), þ. e. lægstu eininga máls, og merkingarbæra einingu, sem
þær mynda,50 svo kallað myndan (e. morfem). Myndön mynda orð og
orð setningar og semingar texta. Skalinn frá hljóðeiningu til texta er frá
ófrelsi til ótakmarkaðs frelsis. Framlag hljóðkerfisfræðinnar og þá fyrst
og fremst Jakobsons fólst í því að gera grein fyrir því, að
hljóðeiningamar sjálfar vom samsettar af greinandi merkingarbcerum
þáttum (e. distinctive features).51 Þessa greinandi þætti er hægt að
ákvarða með því að nota takmarkaðan fjölda para af andstæðum. Jakobson
telur þau 12 talsins: 1) sérhljóð - ekki sérhljóð (e. vocalic/non-vocalic), 2)
samhljóð - ekki samhljóð (e. consonantal/non-consonantal), 3) lokað -
ekki-lokað (e. intermpted/continuant), 4) hindrað - óhindrað (e. checked/-
unchecked), 5) hrjúft - mjúkt (e. strident/mellow) 6) raddað - óraddað (e.
voiced/unvoiced), 7) þétt - laust (e. compact/diffuse), 8) rúmt - þrengt (e.
grave/acute), 9) herpt - opið (e. flat/plain), 10) dökkt - ljóst (sharp/plain)
11) spennt - ekki spennt (e. tense/lax), 12) nefmælt - munnmælt (e.
nasal/oral).52 Þessar andstæður em í senn gagnkvæmt útilokandi og
gagnkvæmt tengdar, t. d. er raddað andstæða óraddaðs, en það hefur ekki
greinandi þýðingu í sjálfu sér, heldur gagnvart órödduðu. Með öðmm
orðum hljóðeining er knippi af slíkum greinandi þáttum, sem em ekki
raðtengdir eins og greinandi þættir í atkvæðum, heldur verka þeir sam-
tímis.53 Þessir þættir em ekki heldur merkingarbærir, myndönin gera
aftur á móti hljóðeiningar merkingarbærar, þ.e. í myndaninu verða þær
merkingabærar eins og áður sagði. Sama gildir um atkvæði gagnvart
orði. Hér greindi Hjelmslev og Pragskólann á. Pragskólinn gekk út frá
hljóðfræðilega efninu og snéri sér síðan að athugun á merkingar-
greinandi þáttum, sem felast í hljóðkerfi tiltekins máls. En Hjelmslev, sem
viðurkenndi þær framfarir, sem fólust í greiningu hljóðkerfisins, taldi, að
ekki ætti að reyna að skýra hljóðeiningamar eftir á með sálfræðilegum
greinandi þáttum utan hljóðkerfisins, heldur sem hlutverk innan
hljóðkerfisins.54 Jakobson velti líka fyrir sér, hvort þetta tveggja póla
48 Sjá de Saussure, bls. 40.
49 Sjá Trubetzkoy, bls. 14.
50 Sjá Trubetzkoy, bls. 30-41.
51 Sjá Anderson, bls. 116-129.
52 Sjá Jakobson, R., Fant, C. G. M. and Halle, M., Preliminaries to Speech
Analysis:The Distinctive Features and other Correlates í Jakobson, Roman, Selected
writings VIII. Bls. 583-641, einkum bls. 609-641.
53 Sjá Jakobson/Waugh, The Sound Shape og Language í Jakobson, Roman, Selected
Writings VIH. Bls. 7-253. Sjá einkum bls. 79n, þar sem staðhæfingu de Saussures
um „caractére linéaire du signifiant" er andmælt sem of einhliða.
54 Sjá Kemp, bls. 101 og 103n.
92