Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 103
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
yfirfærir formgerðargreiningu de Saussures á setningunni á mýtuna sem
heild. Lévi-Strauss spyr, ef innihald mýtunnar er tilfallandi, hvemig
ber þá að skilja það, að mýtur heimsenda á milli líkjast mjög?“ Mýtan er í
senn í málinu og handan málsins. 87 Mýtan er dæmi um hlutlæga notkun
máls (fr. parole) og lýtur almennu málkerfi málsamfélagsins (fr. langue),
en þar að auki lýtur hún sérstöku goðsögulegu mynztri, sem er af æðri
gráðu en almenna málkerfíð, og ekki mállegs eðlis. Þó er goðsögulega
kerfíð samsett á hliðstæðan hátt þannig, að einingamar fá merkingu sína í
innbyrðis venzlum og mismuni. Orðalag mýtunnar, þ.e. málvísindalegt
„tákn” hennar með táknmynd og táknmiði er táknmyndarhlið goðsögulega
„táknsins”, en táknmiðshliðina er að finna í mynztri mýtunnar, þ. e.
hvemig venzlin milli eininga hennar em skipuð. Lévi-Strauss kallar
þessar goðsögulegu gmndvallareiningar „mytem” og hugsar sér þær sem
venzlaknippi líkt og Roman Jakobson hugsaði sér hljóðeiningamar, en
Jakobson áleit þær samsettar af greinandi þáttum eins og áður var sagt.
Þessar goðsögulegu einingar em einfaldar tjáningar, sem hægt er að
smætta efni tiltekinnar mýtu í. Þannig finnur Lévi-Strauss í mýtum
endurtekningar, mismunandi orðaraðir sömu tjáninga. Sem dæmi tekur
hann goðsöguna af ödipús í ýmsum útfærslum hennar og finnur þar
fjórar tjáningar (Þess skal getið að hann taldi sig betur færan á sviði goð-
sagna Indíána):88
1. Yfirdrifin ættartengsl:
Kadmos leitar Evrópu, ödipús giftist Jókaste móður sinni,
Antigóna grefur Polynjeikes bróður sinn, þrátt fyrir bann.
2. Rofin ættartengsl:
Spartverjar drepa hverjir aðra, ödipús drepur föður sinn, Laios,
Eteokles drepur bróður sinn, Polýneikes.
3. Neitun þess, að menn séu af Jörðu, dráp jarðarófreskja:
Kadmos drepur drekann, ödipús drepur Sfinxinn.
4. Staðfesting þess, að menn séu af jörðu (Bæklun þýðir ófrelsi frá
jörðu):
Labdakos (hinn halti), faðir Laiosar,
Laios (hinn vinstrihenti),
ödipús (bólginn fótur).
Sérhvem þessara fjögurra liða kallar Lévi-Strauss „mytem". Hér em á
ferðinni tvö pör andstceðna, 1. og 2. svo og 3. og 4., þar sem áherzla er á
staðfestingu gagnvart neitun í hvom pari fyrir sig. Milli paranna er
samsvörun (e. correlation), tengsl tengslanna. Samsvörun milli
„ mytemata “ er meiking mýtunnar, hlutverk hennar. Mýtan orðar óbærar
87
88
Foucault (Ritstjóm: GarÖar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir)
[Fræðirit Bóicmenntafræðistofnunar Háskóla íslands nr. 7]. Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1991. Bls. 53-80.
Lévi-Strauss, bls. 26n.
Lévi-Strauss, bls. 30nn.
101