Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 104
Kristján Búason
andstæður í vitund Grikkjans, trúna á uppruna af jörðu í andstöðu við það
að vera getinn af tveimur foreldrum, og einingu fjölskyldunnar í
andstöðu við sundrungu hennar, vegna banns við sifjaspellum. Með því að
spegla þessar andstæður er reynt að sigrast á þeim og vísa til hliðstæðna.
Sem frásaga er ödipús-sagan um örlög fjölskyldu hans, en sem
goðsögulegt kerfi er hún um spuminguna: Af einum eða af tveimur?
Spennan á milli andstæðnanna er þó ekki alltaf leyst með speglun,
heldur líka með miðlun. Dæmi um þetta tekur Lévi-Strauss frá Pueblo-
indiánum, t. d. veiði, sem hann staðsetur milli akuryrkju og stríðs.89 En
það skal undirstrikað, að hin goðsögulega merking er ekki á meðvituðu
stigi, en stýrir þó því, sem gerist á hinu meðvitaða stigi.
Hér í greiningunni er lögð áherzla á lóðrétta ásinn, þar sem dæmavenzl
em tekin fram yfir lárétta ásinn, raðkvæmu venzlin í framvindu
frásögunnar. Þá virðist val samsvarandi dæma vera handahófkennt.
En hvað um það, Leví-Strauss setti sér að skrifa málfræði mýtunnar,
reglumar að baki hennar. Maðurinn hugsar ekki í mýtunni heldur mýtan í
honum. Til grundvallar ligga þrjú pör frumandstæðna, líf-dauði, karl-
kona, guð-maður. Þau eru grundvallandi „stór-mytemata.“
Claude Lévi-Strauss framsetur maiminn miskunnarlaust innan ramma
trúar fræðimanns á rökvíslegt samhengi tilverunnar. Sú spuming vaknar,
að hve miklu leyti margvíslegar andstæður, sem mynda millistig milli
þessara andstæðna og birtingarforms frásögunnar, er að rekja til
veruleikans eða greiningakerfisins sjálfs. Eins má spyrja, hvort maðurinn
sé eins ófrjáls í hugsun siimi og hér er gert ráð fyrir. Loks má spyrja,
hvort hugmyndin um merkingarbæra þætti fyrir nedan stig innihalds
standist.90
Frakkinn Claude Bremond setur sér það mark að framsetja eins konar
málfræði frásagnarfræði formgreiningar. Hann vill leiðrétta Propp, sem
hann telur gera ráð fyrir framvindu frásögunnar að tilteknu marki.
Bremond gerir ráð fyrir a. m. k. tveimur möguleikum í hlutverkunum,
frásagan sé opin, t. d. sigur-ósigur. En sum hlutverk fylgja rökrænt af
öðrum, t. d. bardagi-sigur, í öðrum tilfellum er röðun háð venjum í
framsetningu. Hlutverkakeðjur, sem eru rökrænt tengdar, kallast
hlutverkaraðir (fr. séquences). Slík röð er þrennd, sem samanstendur af
1. upphafskringumstœÖum, sem opnar möguleika, 2. framvindu
möguleika, 3. árangri athafnar, sem heppnast-misheppnast. Frásagan er
þannig samsett af slíkum röðum á ýmsan hátt og fléttast oft. Hann líkir
þessu við framsetningu tónlags ólíkra hljóðfæra á nótnastrengjunum. f
eftirfarandi framsetningu (3. mynd) samsvarar hver dálkur einni rödd.
Þetta telur hann, að hverfi í framsetningu Propps á ferli sögunnar á einni
línu.
89 Lévi-Strauss, bls. 40n.
90 Um Lévi-Strauss og gagnrýna umfjöllun um kenningar hans sjá einkum Hallbáck,
bls. 47-59. Sjá ennfremur, Berthelsen, J. o. fl., bls. 63-101.
102