Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 110
Kristján Búason
Roman Jakobson, einkum hljóðeiningafræði hans, þar sem hann greindi
minnstu greinandi einingar málhljóðanna (e. distinctive features).
Greimas vildi útfæra hliðstæða kenningu á sviði táknmiðsins105 og greina
minnstu einingar merkingar, sem hann kallar „sem“ Þessar minnstu
einingar merkingar öðlast merkingu sína bæði í samtengingu (fr.
conjunction) og aðskilnaði (fr. disjunction) gagnvart annarri
merkingareiningu innan málkerfisins. Þetta er tveggja póla kerfi, þar sem
merking einingarinnar í tilteknum texta byggist á tilvist andstæðu á
dæmavenzlaásnum, s gagnvart ekki-s. Sem dæmi má nefna, að merking
hugtaksins stúlka, /kveneinkenning/, afmarkast af tilvist hugtaksins piltur,
/karleinkenning/. Þessi hugtök tengjast m. a. í sameiginlegum
merkingaröxli, sem kalla mætti /kyneinkenning/.106
Birting málkerfisins í tilteknu orði (fr. lexem) er líkt og málhljóðið
(fr. phonéme) samansett af minnstu einingum merkingar (fr. sem). Þessar
merkingareiningar em undir stigi (fr. niveau) birtingar, en umfjöllun um
þær felur í sér umritun,107 sem hér er sett innan skástrika. Dæmi inn slíkt
er orðið stúlka, sem er birtingarform merkingareiningarinnar
/kveneinkenning/ í andstöðu við /karleinkenningu/. En merkingar-
einingamar em fleiri, t. d. /þroski/ í andstöðu við /vanþroska/, /mennskt/
í andstöðu við /dýrslegt/, /lífrænt/ í andstöðu við /ólífrænt/, o. s. frv. Hér
sleppir samlíkingunni við líkan Jakobsons, þar sem pörin geta orðið mjög
mörg. En Jakobson gerði aðeins ráð fyrir 12 pömm í sínu líkani af
fmmeiningum málhljóðanna eins og áður var sagt.108
Þá greindi Greimas milli varanlegra merkingareininga, svo kallaðra
kjarnaeininga merkingar (fr. noyau sémique, skammstafað Ns), og þeirra
sem em háðar samhengi, svo kallaðra samhengiseininga merkingar (fr.
sémes contextuels, skammstafað Cs). Dæmi um þetta er orðið höfuð (fr.
téte) með kjamaeiningunni /efsti hluti/ í margs konar yfirfærðu samhengi.
Á íslenzku er t. d. talað um höfuð fjölskyldunnar. Samhengiseiningin er
/hópur/. Þessi samhengi em flokkuð. Samtenging kjamaeiningar og
samhengiseiningar kallast „semem" (Semem, skammstafað Sm =Ns +
Cs).10?
Samfelld röð orða (fr. sequence) eins og setning verður að hafa sam-
eiginlega samhengiseiningu merkingar, sem er endurtekin. Þessi eining
kallast merkingareining mengis (fr. klassem), þar sem hún safnar saman
orðum í mengi og felur í sér jafnstöðu (fr. isotopie) merkingar orða-
raðarinnar.110 Orð texta er hægt að umrita í lengri skilgreiningu og
lengri texta er hægt að draga saman í eitt orð, það er að segja gefa henni
nafn. Þetta þýðir, að í texta er hægt að gefa yfirlit yfir fleiri tjáningar-
form sömu merkingar og ákvarða jafnstöður merkingar í textanum. Hér
105 Sjá Greimas, A. J„ Strukturale Semantik. Methodologische Untersuchungen.
Braunschweig: Friedr. Vieweg + Sohn 1971.
106 Sjá Greimas, Stukturale Semantik, bls. 13-17.
107 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 19.
108 Sjá Hallback, bls. 107.
109 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 37n.
110 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 42-46.
108