Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 111
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
er um stig merkingarfræðinnar að ræða andstætt stigi merkingar-
eininganna, sem liggur dýpra.111
Næsta stig textagreiningarinnar felur í sér smættun, þar sem sam-
svarandi (fr. homologue) merkingar í tilteknu samhengi (fr. semem) eru
teknar saman í eina merkingareiningu mengis, sem á sér andstæðu. Þær
eru „hið aðgreinda“ (þ. ,,Diskretheit“) gagnvart „hinu sameinaða.“ (þ.
,,Integriertheit“). Þessar greindu andstæður eru líkan af merkingarheild
textans. Þær eru „gerandi“ (þ. Aktant) og „umsögn (þ. Pradikat),“ sem
geta myndað setningafræðilegar birtingareiningar. Samtenging þessara
tveggja, geranda og umsagnar, myndar það, sem Greimas kallar,
merkingarfæðilega frásögu. Tala gerenda er takmörkuð, en umsagnir
skiptast andstætt eftir því, hvort þær einkennast af „kyrrstöðu” (þ.
,,Statismus“) eða „afli,“ (þ. ,,Dynamismus“), allt eftir því, hvort þær gefa
upplýsingar um ástand eða feril gerandans. Dæmi:
Kjóllinn fer vel.
Bamið gengur í skóla.
Orðið hlutverk er notað um öflugu umsögnina, en einkenning um kyrr-
stæðu umsögnina.112
Greimas setti í framhaldi af þessu fram líkan af merkingarheild, sem
beita má á hvaða texta sem er. Þetta felur í sér talsverða sértekt (fr.
abstraction) merkingarformgerðar. Þessa sértekt byggði hann á
frásagnatextum, einkum fyrirmyndarævintýri Propps með 31 hlutverki.
Líkan Greimas nær bæði yfir gerendur (fr. actant) og hlutverk (fr.
funktion). Sjö hlutverkasviðum Propps er skipt upp í þrjú pör fastra
gerenda: Frumlag - Andlag, Sendandi - Viðtakandi, Andstæðingur - Sam-
herji.113 Þessum gerendum má ekki mgla saman við persónur eða
leikendur á sviði sögunnar, þar sem ein og sama persónan getur farið með
fleiri hlutverk eða fleiri persónur farið með sama hlutverk. Dæmi um
þetta er það, þegar prinsinn í rússnesku ævintýri er bæði frumlag frá-
sögunnar og viðtakandi prinsessunnar.
Einfaldleiki gerendalflcansins (4. mynd) byggir á því, að það er byggt á
andlaginu, sem gimzt er. Sambandið milli fmmlags og andlags er á fram-
vinduöxli atburðarásarinnar, þar sem drifið felst í merkingareiningunni
„þrá,“ þ. e. gimd frumlagsins á andlaginu. Á stigi birtingaformsins
breytist hún í „leit.“ Sambandið milli sendanda og viðtakanda er á boð-
skiptaöxlinum. Sambandið á milli andstæðings og samherja er á deilu-
öxlinum:114
111 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 60-92.
112 SjáGreimas, Strukturale Semantik, bls. 110-111.
113 SjáGreimas, Strukturale Semantik, bls. 117n., 140-143,157-177
114 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 165.
109