Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 112
Kristján Búason
Sendandi
Samherji
Andlag
JL
Frumlag
4
Viötakandi
Andstæðingur
4. mynd.
Reynslan hefur leitt í ljós, að þetta líkan nýtist ekki við greiningu, hvaða
texta sem er. Sértektin verður of mikil, enda byggt á fyirmyndarævintýri
Propps, en ekki á athugun á almennum frásagnatextum.115
Greimas smættaði lýsingu Propps á hlutverkunum 31 niður í and-
stæður, þar sem hann kom því við, eða alls 20 hlutverk, sem honum
fannst þó ófullnægjandi. Propp hafði vakið athygli á, að sum voru
nátengd, og þetta útfærði Greimas og framsetti líkan að merkingarform-
gerð frásagna. Hann tekur andstæðuna bann - brot úr raðkvæmum
venzlum sínum og setur hana inn í tímalausa formúlu yfir merkingar-
einingar: s ~ ekki-s. Hann taldi parið, bann - brot (Hlutv. II og III),
neikvætt par, sem samsvaraði parinu, hvaming - byrjandi mótaðgerð
(Hlutv. IX og X). í báðum pörunum er að finna sáttmála (fr. contract)
sem grunneiningu merkingar. Merkingareiningin stofnun sáttmála (A) á
sér andstæðan pól, brot á sáttmála (-A). Greimas framsetur samband
merkingareininganna í eins konar líkingu í samræmdu kerfi (5. mynd):116
a —a
ekki-a — ekki-a
5. mynd.
Hvatning (a) gagnvart byrjandi mótaðgerð (ekki-a) samsvarar banni (—a)
gagnvart broti á banni (—ekki-a).
Á sama hátt er tjáskiptaformgerðin útfærð. Ævintýrið inniheldur þrjár
hliðstæðar tjáskiptaformgerðir. Pörin, upplýsingaleit og uppljóstrun
(Hlutv. IV og V), samsvara parinu, merking og hetjan þekkist (Hlutv.
XVII og XXVII), þar sem í báðum tilfellum er um miðlun þekkingar að
ræða. Þá er að geta paranna, svik og meðsekt (Hlutv. VI og VII), sem fela
í sér missi hetjuskaparins annars vegar og hins vegar afhjúpun þrjótsins
og ummyndun hetjunnar (Hlutv. XXVII og XXIX), sem reyndar hefur
endurheimt hetjuskapinn í prófrauninni (Hlutv. XII, XIII og XIV). Loks
er að nefna pörin, óþokkabragð/svik og skortinn, sem af því leiðir (Hlutv.
VIII og VlIIa) og parið, refsing og ógæfa yfirunnin/bætt úr skortinum
(Hlutv. XXX og XIX). Hér er um fyrirbæri að ræða, sem felur í sér
115 Sjá Hallback, bls. 111.
116 SjáGreimas, Strukturale Semantik, bls. 181.
110