Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 113
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
verðmæti. Þessar þrennar aðstæður fela í sér þrjár grunneiningar
merkingar, það er þekkingu, dug og verðmæti, sem má einfalda í
grunneininguna, svipting (—C), sem á sér mótpól í endurheimt (C).
Innbyrðis samband þessarar grunneiningar má setja í eftirfarandi líkingu
(6. mynd):
—c c
— ekki-c ekki-c
6. mynd.
Þannig má framsetja merkingarheild frásögunnar sem samspil form-
gerðar sáttmálans og formgerðar tjáskiptanna. Framvinda ævintýrsins
hreyfist þá frá broti á sáttmála (—A) til sviptingar (—C) til endurreisnar
sáttmála (A) og endurheimtar (C). Við þetta bætast prófraunimar.
Aðdragandi þeirra er sáttmáli (A), hvatning og ákvörðun hetjunnar að
verða við hvatningunni. En í prófrauninni (F) felast átök og sigur, sem
leiðir til árangurs (Sjá hlutv. XII, XIII og XIV, -XVI, XVII og XIX, -
XXV, XXVI og XXVII).
Prófraunin á sér ekki samsvömn eins og svipting á sér samsvömn í
endurheimt og verður ekki einfölduð og á sér fastan sess í athafnaröð
frásögtmnar. Raðkvæm formúla prófraunarinnar verður þá A + F + ekki-
c (það, sem skortir).
Brúðkaup og valdataka með því að setjast í hásætið undirstrikar varan-
lega endureisn sáttmálans.
Gmndvallarframvinda frásögunnar í tíma verður þá samkvæmt
Greimas —A > —C > C > A, sem framsetja má sem tímalausa gmnd-
vallarformgerð merkingar (7. mynd):
— A —C
A C
7. mynd
Rof sáttmálans gagnvart stofnun sáttmálans samsvarar sviptingu gagnvart
endurheimt. Inn í þessa líkingu las Greimas frelsi einstaklingsins gagnvart
samfélagsskipaninni, sem samsvaraði verðmætatapi gagnvart endurheimt
samfélagsins.
Greimas telur ævintýrið samanstanda af tveimur röðum, firringu (fr.
alienation) og enduraðlögun (fr. reintegration), sbr. það sem sagt var um
greiningu Lévi-Strauss hér að framan. Spenna er milli samfélagsheildar
og einstaklings, sem eignar sér fyrirbæri. í ferli ævintýrsins verður
umbreyting. Sá, sem eignar sér, verður að gera það upp á býti
111