Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 114
Kristján Búason
samfélagsheildarinnar. Þetta gerist í prófrauninni, sem tilheyrir
tímarásinni og er forsenda sátta milli andstæðna í tímalausu form-
gerðinni.117
Þar sem líkan Greimas byggir á fyrirmyndarævintýri Propps og því er
ætlað að ná yfir alla texta, þá verður ekki gert ráð fyrir, að allir þættir
líkansins komi fyrir í tilteknum textum, en þeir eru engu að síður
forsenda textans. Þá hefur verið bent á, að ekki sé alltaf ljóst, hvort stig
sértektarinnar miðar við líkanið eða viðkomandi frásögu. Kenning
Greimas þykir í senn of sértæk og sérhæfð. En þrátt fyrir þessa aimmarka
hefur Greimas tengt merkingarsvið dæmavenzla og raðkvæmra venzla.
Alvarlegur annmarki á framsetningu Greimas var, að í framsemingu
hans á andstæðum gerði hann ekki greinarmun á gagnstæðum (fr.
contradictoire) og andstæðum (fr. contraire) venzlum.118
Þetta leiðréttir Greimas síðar með merkingarfemingnum, sem felur í
sér yfirfærslu rökfræðilega femingsins í frásagnafræðina, en þó þannig
að frásagnafræði Greimas og merkingarfræðileg útfærsla hennar er
viðmiðunin.119 í merkingarfemingnum (8. mynd) em fjögur hugtök skil-
greind innbyrðis andstætt, gagnstætt og með rökleiðslu.
S1 ________________ S2
—S2 --------- —S1
8. mynd.
Innbyrðis em S1 og S2 andstæð (sbr. alkvæður í rökfræðinni). Sem dæmi
má nefna, að /kveneinkenning/ og /karleinkenning/ em andstæðar (fr.
contraire). Sameiginlegu öxull er /kyneinkenning/, samansettur úr
andstæðunum S1 og S2. En öxull með neikvæðum hugtökum (sbr.
sumkvæður í rökfræðinni), —S2 og —Sl, fyrir neðan andstæðumar (sbr.
undirandstæður í rökfræðinni) er hlutlaus, þ. e. hvorki S1 né S2. Aftur á
móti em S1 og —Sl, S2 og —S2 gagnstæður (fr. contradictoire). —S1 er
allt, sem ekki er S1. Ef S1 er /kveneinkenning/, þá stendur —S1 fyrir allt,
sem ekki er /kveneinkenning/. En þar sem hugtökin fjögur ákvarðast
innbyrðist, þá verða —S1 og —S2 kvikul. Milli S1 og —S2 liggur
117 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 178-205. Sjá einnig Hallback, bls. 113.
Berthelsen, J. o. fl„ bls. 360-381.
118 Gagnstæður geta samkvæmt rökfræðinni hvorki verið báðar sannar né báðar
ósannar. Andstæður geta ekki báðar verið sannar, en þær geta báðar verið ósannar.
Sjá Marc-Wogau, Konrad, Modern logik. Elementdr lárobok. Stockholm:
Bokförlaget Liber 1967. Bls. 109-112. Sjá ennfremur gagnrýnina hjá Hallback, bls.
116. Berthelsen, J. o. fl„ bls. 192-234.
119 Sjá Berthelsen, J. o. fl„ bls. 192-214.
112