Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 115
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
rökleiðslusamband, forsenda /kveneinkenningar/ er neitun /karl-
einkenningar/. En /karleinkenning/ er ekki eina rökfræðilega andstæða
/kveneinkenningar/.120
Greimas hafði í Sémantique structurale aðgreint birtingarstig, það er
tjáningarfom textans, og innra stig, sem liggur til gundvallar tjáningar-
forminu.121 Þegar fram liðu stundi tók Greimas að aðgreina ólík
merkingarstig, sem merkingin færðist um til þess, er hún nær birtingar-
forminu. í greininni, „Élements d'une grammaire narrative,"122 greindi
hann í innra stiginu stig djúpmerkingar eins og hún birtist í
merkingarfræðilega femingnum. Enda þótt allir þættir hans birtist ekki í
birtingarstiginu, þá em þeir forsenda þess. Þessi djúpgerð er kyrrstæð.
Millistig er djúpmálfrceðistig, sem felst í framsetningu innbyrðis venzla
(sbr. beygingafræðina í hefðbundinni málfræði) og aðgerðareglum (sbr.
hefðbundna semingafræði) innan merkingafræðilega femingsins.123 í
áðumefndri grein framsetur hann eftirfarandi líkan (9. mynd).
■S1
—S2
—> tjáir forsendu
4-> tjáir gagnstæðu
9. mynd.
Hér em sýndar tvær aðgerðir. Heyfíngin frá S1 til —S1 felur í sé neitun
eða eyðileggingu uppmnalegs ástands. Við það skapast S2, sem verður
upphafspunktur næstu aðgerðar. Ef frásagan er fullkomin, þá liggur
leiðin frá S2 til —S2 og þaðan aftur til Sl. Ferillinn felur í sér átök, hann
er herskár. Setningafræðin umbreytir og birtir þessa formlegu þætti (þ.
Tem) með neitun og staðfestingu eða frátengingu (þ. Disjunktion) og
samtengingu (þ. Konjunktion). Greimas greinir loks frá yfirborðs-
málfrœðinni, þar sem þessar umbreytingar innihaldsins, þ. e. röklegra
120 Hér er fyrst og ffemst stuðzt við greinargerð hjá Hallbáck, bls. 116n. Hann byggir
þar fyrst og ffemst á grein eftir Greimas, A. J., Les Jeux des contraintes sémiotiques
í Du Sens. Essais sémiotiques. Paris: Editions du Seuil 1970. Sjá einnig greinargerð
Berthelsen, J. o. fl., bls. 207.
121 Sjá Greimas, Strukturale Semantik, bls. 46.
122 Greinin birtist íDu sens, Essais semiotiques, Paris: du Seuil 1970. Bls. 157-183.
Hér er stuðzt við þýzka þýðingu þessarar greinar, Elemente einer narrativen
Grammatik, í Blumensath, Heinz (útg.), Strukturalismus in der Literaturwissenschaft
[Neue Wissenschaftliche Bibliothek 43. Literaturwissenschaften]. Köln:
Kiepenheuer & Witsch 1972.
123 Sjá Greimas, Elemente einer nairativen Grammatik., bls. 50.
113
L