Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 117
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
sannleiksmat (fr. veridiction) á niðurstöðu eða nafni (fr. identité)
persónu, hvort rétt aðgerðafrumlag gerir kall til viðurkenningar. Hér er
talað um tvo hætti, að vera eða að sjást: Vera + ekki sjást = leyndarmál;
ekki vera + ekki sjást = fals. Þetta má setja inn í merkingafræðilega
feminginn (10. mynd):
Sannleikur
Leyndar-
dómur-
að vera að sjást —
Svik
10. mynd.
í sannleiksmatinu afhjúpast svikin sem fals og leyndarmálið sem sann-
leikur. Ferill frásögunnar verður þá með tilheyrandi háttum: Ráðstöfun
(að verða/að vilja). > Fæmi (að vita/að geta). > Framkvæmd (að geta). >
Endurgjald (að hafa/að vera). Frásögunni lýkur í samtengingu milli
ástandsfrumlags og verðmæta-andlags. Þegar um er að ræða eftirsóttan
hlut, er talað um að hafa. En ef um er að ræða innri verðmæti eins og
lyndiseinkunn, hæfileika, nýjan skilning og því um líkt, þá er talað um að
vera. Athuga ber að ekki em öll skeið frásögu jafnmikið útfærð.
Enda þótt flestar frásögur feli í sér átök, þá er ekki svo um þær allar.
Allar samtengingar fela ekki samtímis í sér frátengingar, t. d. öflun þekk-
ingar. Sömuleiðis felur miðlun þekkingar ekki í sér að menn missi hann.
Þetta kallast hluttakandi tjáskipti. Greina verður á milli frásagna, hvort
þær fela í sér hluttakandi tjáskipti eða sviptingu verðmætis. Flestar
frásögur fjalla um það, að menn eru sviptir hlutum eða þeir afla þeirra.
En frásaga getur hrærzt á fleiri stigum, t. d. á stigi hluta og þekkingar í
senn. Þá túlkast upplýsingar í miðlun og iðulega tengist þeim vilji til að
sannfæra. Fleiri stig koma til greina eins og stig trúarinnar, þar sem
gildismati frásögunnar er stjómað.
Hér hefur fyrst og fremst verið dvalið við líkan Greimas af ferli
frásögu, sem tjáir innra merkingakerfi. En ferlið birtist líka í mynd yfir-
borðsgerðar textans. Myndrænir ferlar tengjast tilteknum persónum eða
leikendum á sviði frásögunnar. Þeir fara með það, sem kallast þematískt
hlutverk. í þessum persónum mætast tiltekið hlutverk geranda og hið
tematiska hlutverk hins myndræna ferils.125
125 Sjá Hallback, bls. 120-127.
115