Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 138
Sigurður Pálsson
B. Samskiptaskilningur
Hér er að mestu byggt á rannsóknum og kenningum Roberts Selmans á því
hvemig hæfileikinn til að setja sig í annarra spor þroskast, og hvemig
einstaklingar samsama sig tilteknum félagslegum sjónarmiðum. Samskipta-
skilningurinn er mikilvægur þáttur í trúarþroskanum, þar sem skilningurinn
á hinum „ítmstu aðstæðum" tengist því að geta séð hlutina frá sjónarhomi
annarra. Kenningar Selmans ná aðeins yfir 1.-3. þrep. Fowler hefur leitast
við að beita aðferðum hans einnig á síðari skeiðum þegar leitast hefur verið
við að meta hæfileikann til að skilja sjónarmið eigin hópa og stétta (4.
skeið) og síðan einnig sjónarmið annarra hópa, stétta og hugmyndafræði-
hefða.
C. Siðferðilegt mat
Þetta er aðlögun að kenningum Kohlbergs og notað til að sýna samhengið
milli trúarþroska og siðferðilegs mats.
D. Svið félagslegrar vitundar
Þetta sjónarhom varðar félagsleg tengsl einstaklingsins og mikilvægi þeirra
með tilliti til trúarinnar. Hér er reynt að greina hve víðtæk, og hve rétt skil-
greining einstaklingsins er á þeim hópi/hópum, sem hann byggir sjálfsmynd
sína á og skilgreinir siðferðilega ábyrgð sína út frá. Þessum þætti svipar
nokkuð til þáttar B (samskiptaskilningur), en er þó frábmgðinn að því leyti
að hann reynir að skýra hið dæmigerða safn einstaklinga og hópa sem
mestu skipta þegar einstaklingurinn mótar sjálfsmynd sína og merkingar-
heim á hverju skeiði.
E. Áhrifavaldar
Þessu sjónarhomi er ætlað að varpa ljósi á það með hverjum hætti
einstaklingurinn reiðir sig á eða er háður áhrifavaldi og innsæi annarra, þ.e.
hvert lítur einstaklingurinn til að finna staðfestingu og réttlætingu á þeim
merkingarþáttum sem varða hann mestu (hinum „ítmstu aðstæðum“). Hér
er sem sé um það að ræða á hvaða gmndvelli einstaklingurinn, meðvitað
eða ómeðvitað, velur sér áhrifavalda.
F. Heildarskilningur
Með hjálp þessa sjónarhoms er leitast við að greina hvemig einstaklingur-
inn leitar heildarskilnings á tilverunni og tjáir hugmyndir sínar um hinar
„ítmstu aðstæður“. Á ólíkum skeiðum leitar einstaklingurinn heildarskiln-
ings og tjáir hann með mismunandi hætti.
G. Notkun tákna
Þegar einstaklingurinn leitast við að gera grein fyrir því sem hann álítur
hinar „ítmstu aðstæður“ grípur hann til táknmáls, helgisiða, goðsagna og
líkinga. Það er því mikilvægur þáttur í þroskaferli trúarinnar að einstak-
lingurinn kynnist notkun hins trúarlega táknmáls.
136