Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 140
Sigurður Pálsson
aðstæður sem hvort tveggja í senn ógna þeim og hrífa, og gefa þeim færi á
að setja sig í spor hins góða sem vinnur sigur á illskunni.23
Guðshugmyndir bama á þessu skeiði eru oft undarleg blanda af mann-
gerðum (anthropomorphic) og ómanngerðum hugmyndum. Böm á þessu
skeiði geta tengt áhrifamikil trúarleg tákn og ímyndir djúpstæðum tilfinn-
ingum. Þessar tilfinningar geta hvort heldur sem er verið sektarkennd og
skelfing eða kærleikur og algleymi, jafnvel tilfinning fyrir því að vera eitt
með guðdóminum (the ultimate). Þessir möguleikar gera það að verkum að
á þessu skeiði geta mótast varanlegar og djúpstæðar trúarlegar ímyndir og
afstaða, bæði til góðs og ills.
Mikilvægi eða styrkur þessa skeiðs felst í vaknandi ímyndunarafli og
hæfni til að skilja og höndla reynsluheiminn með mikilvægum ímyndunum
og í sögum sem sýna huglægan skilning bamsins og tilfinningar gagnvart
tilverunni.
Hættan á þessu skeiði felst í því að ímyndunarafl bamsins verði haldið
hömlulausum ímyndunum um ofbeldi og eyðileggingu eða að bamið, með-
vitað eða ómeðvitað, noti sér ímyndunaraflið til að styrkja eða festa í sessi
bannhelgi og siðferðilegar eða kenningarlegar væntingar.
Það sem einkum stuðlar að færslu á næsta skeið er upphaf hlutlægrar
rökhugsunar. Mestu varðar að bamið þráir sífellt að vita meira um hvemig
hlutum er háttað og átta sig á því hvemig greina má milli þess sem er og
hins sem aðeins virðist vera.
Sökum hvatvísinnar sem einkennir þetta skeið skiptir miklu að uppeldið
móti siði og venjur sem hjálpa baminu að koma skikkan á atferli sitt en
leggja jafnframt gmndvöll að sjálfstæði og gefa svigrúm til að taka áhættu
og gera tilraunir. Þetta gildir einnig um hið trúarlega atferli.
A. Rökmynd
Bömin em á svo nefndu foraðgerðastigi, þ.e. þau byggja ályktanir og skýr-
ingar á hugboðum en ekki rökhugsun. Þau eiga bágt með að tiltaka í hvaða
röð atburðir gerast, útskýra tengsl, einkum orsakasamband, skilja rétt það
sem við þau er sagt og eiga erfitt með að skilja reglur og muna þær. Þau
einblína á einn þátt í því sem fyrir ber og gera sér því ekki grein fyrir orsök
og afleiðingu. Þetta getur leitt til margs konar misskilnings. Skil milli
ímyndunar og raunvemleika em óljós. Bömin upplifa oft sem raunvemleika
þær hugmyndir sem þau gera sér.
B. Samskiptaskilningur
Því em takmörk sett í hve ríkum mæli böm á forskólaaldri geta sett sig í
spor annarra. Á þessu fyrsta skeiði er hugsunin sjálflæg. Bamið leiðir ekki
hugann að reynslu og tilfinningum annarra. Þegar bam sýnir t.d. teikningu
eftir sig af miklu stolti, dettur því ekki annað í hug en öðmm þyki einnig
mikið til koma. Það sér hlutina ekki frá sjónarhomi annarra, heldur aðeins
23 Sbr. Grimms cevintýri og He-man ævintýri nútímanns; einnig ýmsar frásagnir
Gamla testamentisins.
138