Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 141
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
sínu eigin. Þetta getur að sjálfsögðu leitt til vandræða þegar það aðhefst
eitthvað þvert á þarfir og áhuga annarra.
Bamið bregst við sýnilegum viðbrögðum, svo sem brosi, gráti eða þess
háttar, án þess að gera sér grein fyrir hvað að baki liggur. Það er þýðingar-
lítið að hvetja bam á þessu skeiði til að sjá hluti með annarra augum, þótt
það geti hæglega bmgðist við með samúð sjái það grát, eða tekið þátt í
hlátri annarra. Það merkir ekki að það hafi gert sér grein fyrir orsökum
grátsins eða hlátursins.
C. Siðferðilegt mat
Bamið hefur á þessu skeiði ekki þroskað með sér neinn siðgæðisskilning.
Skilningur á réttu og röngu, góðu og illu er ekki siðferðilegur, þar sem það
það hefur ekki skilning á réttindum og skyldum. Siðferðilegt mat gmnd-
vallast alfarið á ytra valdboði. Það sem skiptir máli er að brjóta ekki reglur
sem fullorðnir hafa sett og viðhalda með því að refsa eða umbuna. Þegar
böm þannig átelja athafnir annarra er það með tilvísun til að t.d. mamma
eða pabbi segi að þær séu rangar. Breytni er metin í ljósi þess hvaða
afleiðingar hún hefur en ekki með tilliti til þess hugar sem að baki býr. Til
dæmis er álitið alvarlegra að brjóta fjóra bolla af slysni en einn af ásettu
ráði.
D. Svið félagslegrar vitundar
Félagsleg reynsla bamsins er bundin nánustu fjölskyldu. Einstaklingar utan
hennar geta haft þýðingu fyrir bamið ef þeir em mikils metnir af fjöl-
skyldunni. Bamið gerir sér engar hugmyndir í sambandi við kynþætti,
stéttir, trúflokka eða þess háttar, nema nánasta umhverfi þess leiði athygli
þess að því.
E. Áhrifavaldar
Þetta svið þroskast vegna samsömunar bamsins við foreldra eða þá sem
koma í þeirra stað. Áhrifavald foreldranna er styrkt af umönnun þeirra og
umhyggju ásamt uppeldinu almennt með refsingu og umbun. Bamið miðar
oft við ytri þætti í mati á áhrifavöldum, svo sem líkamsstærð, sýnilegu valdi
eða ytri táknum svo sem einkennisbúningi eða hæfileikum til að stjóma
stómm vélum.
F. Heildarskilningur
Vanhæfni til að sjá tengsl orsaka og afleiðinga veldur því að reynsluheimur
bamsins er sundurlaus og bundinn einstökum atvikum. Bamið skynjar lífið
eins og myndabók. Þetta kemur meðal annars fram í því hvemig böm
skynja kvikmyndir. Skynjun þeirra er bundin einstökum atvikum en sam-
hengi atvikanna er þeim sjaldnast ljóst.
Afstaða bamsins til þess „sem mestu varðar“ er bundið því atferli og
þeim lífsstíl sem nánasta umhverfi þess fylgir og það fylgir venjum og
atferli fjölskyldunnar í þessum efnum.
139