Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 143
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
skeiði virðast oft hafa tilhneigingu til að ráðskast með aðra þar sem háttemi
þeirra og viðbrögð virðast miða að því að fá aðra til að þjóna eigin tilgangi,
þörfum og óskum.
Þær skorður sem bókstaflegur skilningur setur, ásamt yfirdrifinni áherslu
á gagnvirkni sem meginatriði við mótun hinna „ítrustu aðstæðna", geta
annað tveggja leitt til fullkomnimaráráttu og „verkaréttlætingar“, eða til
niðurlægjandi tilfinningar einstaklingsins fyrir því að hann sé vondur. Þetta
getur átt sér rætur í illri meðferð, vanrækslu eða augljósri vanþóknun þeirra
sem standa baminu næstir.
Það sem einkum stuðlar að færslu á næsta skeið eru þverstæður í
frásögnum sem verða til þess að einstaklingurinn fer að huga að merkingu
þeirra. Við það að hugsunin þroskast úr hlutbundinni rökhugsun í formlega
rökhugsun, verður þetta knýjandi viðfangsefni. Bókstafsskilningurinn víkur
og eins konar vitsmunahroki veldur því að einstaklingurinn verður
óánægður með fyrri kennara og kenningar. Horfast verður í augu við ósam-
ræmi milli mikilvægra frásagna (svo sem milli sköpunarsögunnar í
Mósebók og þróunarkenningarinnar). Vaxandi skilningur á gagnkvæmni26 í
samskiptum, sem verður síðan megineinkenni á samskiptaskilningi næsta
skeiðs (3. skeiðs), og hæfni til að sjá samskipti við aðra frá ólíkum sjónar-
homum, skapar þörf fyrir persónulegri tengsl við einingarafl hinna „ítmstu
aðstæðna“.
A. Rökmynd
Bamið er nú á því skeiði sem Piaget kallar skeið hlutlægrar rökhugsunar.
Það merkir að bamið getur nú séð og skilið orsakasamhengi varðandi
sýnilegar eða áþreifanlegar aðstæður. Á fyrra stigi var hugsun bamsins
bundin beinni skynjun, en nú hefur það hæfiii til að álykta um reglur, t.d. út
frá atburðaröð eða röð hluta, stærð, þyngd o.s.frv. Bamið hefur nú öðlast
hæfni til að flokka sýnilegt umhverfi sitt með röklegum hætti í flokka og
undirflokka. Enn er þessi hæfni bundin sýnilegum eða áþreifanlegum
hlutum eða atvikum, en ekki óhlutstæðum hugtökum. Bamið á nú betra en
áður með að skilja reglur.
B. Samskiptaskilningur
Á þessu skeiði tekur þroski bamsins stórstígum framfömm að því er varðar
samskipti við aðra og skilning á þeim. Það er nú fært um að gera sér grein
fyrir að hlutimir em breytilegir allt eftir því frá hvaða sjónarhomi þeir em
litnir. Það felur í sér að bamið verður nú fært um að gera sér grein fyrir
viðhorfum annarra. Það opnar nýjar leiðir til gagnvirkni/tvísæis og
innlifunar, jafhframt því sem skoðanir og viðhorf annarra hafa áhrif.
C. Siðferðilegt mat
Vegna þess að hæfileikinn til að setja sig í annarra spor hefur nú þroskast
nokkuð, verður breyting á siðferðilegu mati sem nú fær á sig mynd
26 Hér notar Fowler orðið mutuality sem þýtt hefur verið með gagnkvæmni til
aðgreiningar frá gagnvirkni sem er notað sem þýðing á reciprocity.
141