Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 144
Sigurður Pálsson
viðhorfsins „kaup kaups“ eða ég geri fyrir þig það sem þú gerir fyrir mig.
Bamið getur nú gert sér grein fyrir að jafningjar þess eiga rétt á að fá
þörfum sínum fullnægt rétt eins og það sjálft. Þannig einkennast samskipti
þess við aðra af nokkurri sanngimi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Leikur bamanna gmndvallast þannig á ákveðnum reglum, sem gilda jafnt
fyrir alla án tillits til hæíhi eða hæfileika.
Framangreindur skilningur um „kaup kaups“ einkennir gjaman guðs-
hugmyndina á þessu skeiði og samskipti Guðs við heiminn. Guð er í líkingu
áhrifamikils og réttláts foreldris, sem umbunar þeim sem breyta rétt en
refsar þeim sem illa breyta.
D. Svið félagslegrar vitundar
Á þessu skeiði eykst félagsleg reynsla bamsins. Auk nánustu fjölskyldu
umgengst bamið nú kennara, félaga og fjölskyldur þeirra, leiðtoga í
félagasamtökum og fleiri. Jafnframt kynnist bamið nú í auknum mæli efni
fjölmiðla og bóka.
Bamið gerir sér nú í vaxandi mæli grein fyrir hvaða stétt, kynþætti,
trúarsamfélagi o.s.frv. það tilheyrir. Það getur leitt til einhliða höfnunar á
öðmm hópum en þess eigin, en það getur einnig leitt til þess að bamið
samsamist öðmm hópi en sínum eigin og geri uppreisn gegn eigin hópi. Það
gerist einkum ef bamið fær tilfinningu fyrir því að eigin hópur sé minna
metinn en sá sem það sjálft tilheyrir.
E. Áhrifavaldar
Bamið tekur nú að meta á sjálfstæðari hátt kröfumar frá þeim áhrifavöldum
sem fram að þessu hafa verið alls ráðandi. Það tekur að vega og meta reglur
og fyrirmæli, meðal annars með tilliti til viðhorfa nýrra áhrifavalda. Hér er
um að ræða kennara, presta og aðra sem hafa „embætti“ með höndum. Ef
baminu þykja þessir einstaklingar trausts verðir geta þeir haft vemleg áhrif
á skoðanir þess. Unglingar og fullorðnir, sem bamið lítur upp til, geta haft
mikla þýðingu fyrir þennan aldurshóp. Eigi að síður er því þannig varið að
bamið gerir sér ekki ljósa grein fyrir af hvaða sökum það kýs sér ákveðna
áhrifavalda.
F. Heildarskilningur
Með aukinni hæfni til að gera sér grein fyrir orsakasamhengi opnast nýir
möguleikar til að líta tilvemna í samhengi. Bamið gerir það á þessu skeiði
með því að segja sögur.
Einstaklingurinn getur þannig verið undir sterkum áhrifum frá
„dramatískum“ viðburðum sem það getur lýst í smáatriðum. Það lifir sig
inn í frásögnina en veltir ekki vöngum yfir henni í því skyni að skilja
innviðina, botna í merkingunni eða móta lífsskoðun sína á gmndvelli
hennar. Merkingin er fólgin í og borin uppi af frásögninni.
142