Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 147
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
hugsun. Það felur meðal annars í sér að viðkomandi getur metið eigin
viðhorf með tilliti til skoðana annarra.
B. Samskiptaskilningur
Hér skiptir miklu máli hæfnin til að skoða eigin viðhorf og annarra „utan-
frá“: Ég sé þig horfa á mig: Ég sé mig eins og ég held að þú sjáir mig.31
Þetta leiðir til þess að einstaklingurinn lætur sig miklu varða hvað aðrir
álíta satt og rétt. Sömuleiðis hefur það mikið að segja hve „einlægar“
skoðanir og athafnir annarra eru. Við mat á því vega dygðir viðkomandi
(trúmennska, einlægni, tryggð o.s.frv.) meira máli en afstaðan.
C. Siðferðilegt mat
Kohlberg kennir þetta stig við reglur og venjur. Það felur í sér að leitast er
við að uppfylla væntingar og óskráðar reglur fjölskyldu, hópa eða
samfélags sem einstaklingurinn tilheyrir. Siðferðilegt mat markast þannig
af því hvemig mönnum gengur að standa við gagnkvæmar skuldbindingar.
Þetta stig felur þannig í sér virkan stuðning til viðhalds þeim félagslegu
hópum sem einstaklingurinn telur sig tilheyra. Rétt breytni er sú sem leiðir
til viðurkenningar annarra og viðurkenningin sker úr um hvort breytni er
rétt.
D. Svið félagslegrar vitundar
Hér skiptir hópurinn sem viðkomandi tilheyrir miklu máli. Unghngurinn
eða hinn fullorðni leitar sér stuðnings hjá hópi sem hann finnur sig eiga
eitthvað sameiginlegt með. Þetta felur þá einnig í sér að persónuleg tengsl
ráða miklu við túlkum á hinum „ítrustu aðstæðum“. Trú einstaklingsins og
sjálfsvitund er oft leidd af þátttöku hans í einhvetju félagi eða félögum þar
sem persónuleg tengsl em mjög sterk. Þeir sem tilheyra öðmm hópum em
metnir eftir eigin verðleikum, en viðhorfum hópa sem þeir kunna að
tilheyra er gjaman hafnað fyrirvaralaust á grundvelli ákveðinna, fyrirfram
gefinna skoðana.
E. Áhrifavaldar
Áhrifavald einstaklinga ræðst af því hvort þeir em álitnir trausts verðir. Þeir
em þá gjaman eins konar persónugervingar hinna „ítmstu aðstæðna". Þetta
kemur m.a. fram í vali á leiðtogum, þar sem persónulegar eigindir skipta
miklu máli. Sé maður góður félagi, skiptir það meira máli en þau viðhorf og
skoðanir sem hann hefur.
F. Heildarskilningur
Eins og áður getur leitast einstaklingur á þriðja skeiði við að finna leið til
málamiðlunar milli breytilegra viðhorfa sem hann mætir hjá ólíkum
einstaklingum og hópum. Skoðanir, hugmyndir og viðhorf sem einstakling-
urinn hefur er þannig árangur af því hvaða hlutverk viðkomandi þarf að
31 James W. Fowler: Faith Development and Pastoral Care, bls. 64:1 see you seeing
me. I see the me I think you see.
145