Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 150
Sigurður Pálsson
A. Rökmynd
Til þess að einstaklingurinn hafi tök á að gera sér grein fyrir eigin
persónuþroska og geti mótað og viðhaldið lífsviðhorfi sem rímað getur við
raunvemleikann, þarf hann að hafa fullt vald á formlegri (óhlutbundinni)
rökhugsun, en það næst á þessu skeiði.
Á þessu skeiði hefur sjálfið þörf fyrir að greina sig frá öðmm og verja
þau mörk. Jafnframt hefur einstaklingurinn þörf fyrir að koma sér upp
persónulegu lífsviðhorfi. Þetta leiðir af sér að á 4. skeiði vinnur hann að því
að skapa skýr skil milli eigin viðhorfa og annarra. Þar með fær þetta skeið
gjaman yfirbragð afstöðunnar „annaðhvort — eða“. Þess vegna má lýsa
hinni formlegu rökhugsun á þessu skeiði sem greinandi eða aðgreinandi.
B. Samskiptaskilningur
Samskiptaskilningur einstaklingsins heldur áfram að styðjast við þá hæfni
sem þroskast hefur á fyrri stigum, þ.e. að leitast við að sjá hlutina frá
sjónarhomi annarra og leggja mat á eigið lífsviðhorf í ljósi lífsviðhorfa
annarra. Til þess að geta viðhaldið eigin skoðunum og réttlætt þær gerir sú
tilhneiging oft vart við sig að afbaka viðhorf annarra. Það er að segja,
einstaklingurinn hefur ekki gert sér fulla grein fyrir þeirri nákvæmni og
heildarsýn sem fólgin kann að vera í viðhorfum annarra. Á fjórða skeiði er
einstaklingurinn ápægður með að trú hans byggist ekki lengur á yfir-
borðslegu mati eða smekk, heldur á persónulegri yfirvegun, og getur staðið
gegn skyndilegum breytingum eða tilraunum annarra til að telja honum
hughvarf.
C. Siðferðilegt mat
Einstaklingar á þriðja og fjórða skeiði sjá siðferði sem þátt í því að viðhalda
samfélaginu eða undirkerfum þess og gildum. Siðferðisreglur eru nauð-
synlegar og þær verður að halda til þess að menn geti lifað saman. Á þessu
skeiði fara einstaklingar hins vegar að gera sér grein fyrir því að siðareglur
em ekki í öllum tilvikum algildar. Til dæmis gera menn sér ljóst að
ákveðnar hugsjónir standa ofar hlýðni við lög samfélagsins og að tilteknar
siðferðiskröfur gilda ekki í öllum tilvikum. Einstaklingurinn tekur að
hugleiða hið afstæða að því er varðar siðferðileg gildi. Þetta leiðir af sér að
í einstökum undantekningartilvikum er álitið að lögin verði að víkja, þótt
þau séu talin mikilvæg eftir sem áður til að halda uppi lögum og reglu.
Fowler heldur því fram að á þessu skeiði komi fyrir að menn viðurkenni
að ákveðin æðri lögmál standi lögunum ofar (sbr. 5. skeið, þar sem
ákveðnar gmndvallarhugsjónir em taldar standa ofar lögum). Á þessu
skeiði kemur hins vegar í ljós að slík afstaða á sér fyrst og fremst rætur í
hagsmunum eigin hóps eða stéttar. Svo virðist sem röksemdafærslan sé
gmndvölluð á algildum siðalögmálum, en í raun er leitast við að gera
tiltekin markmið algild með rökum. Fowler kallar þetta stéttbundna
algildishyggju.
148