Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 154
Sigurður Pálsson
E. Áhrifavaldar
Á þessu skeiði eru áhrifavaldar metnir gaumgæfilega. Hvort sem áhrifa-
valdurinn birtist sem einstaklingur eða hugmyndafræði er hann veginn og
metinn á allan hugsanlegan hátt. Það felur ekki í sér að kröfur fyrri skeiða
til áhrifavalda séu ekki enn fyrir hendi, heldur að þær hafi aukist vegna
aukins sjálfstæðis og íhygli. Hér er því um að ræða eins konar „díalektíska"
afstöðu.
F. Heildarsýn
Eins og áður segir hefur trúarsannfæringin sýn til margra átta í sérhverjum
aðstæðum. Það felur í sér að einstaklingurinn kemur sér upp heildarsýn sem
getur einkennst af fjölhyggju eða skipulegri afstæðishyggju. Þetta kemur
meðal annars fram í því að viðkomandi forðast afstöðu sem byggir á
einföldunum. Einstaklingar á þessu skeiði láta sér þannig lynda að lifa með
augljósum þverstæðum, leyndardómum og því sem ekki gengur upp með
röklegum hætti.
G. Notkun tákna
Á fimmta skeiði fá tákn, goðsagnir og helgisiðir nýja og djúpstæða merk-
ingu í trúarlífi einstaklingsins, merkingu sem ekki hefur á sér sömu
einkenni ósveigjanleika og á 4. skeiði.
Það má því segja að tákn, goðsagnir og helgisiðir endurheimti fyrri stöðu
sína á vissan hátt. Hið tilfinningalega og fagurfræðilega sem fólgið er í
táknunum fær að njóta sín með nýjum hætti og jafnframt er viðurkennt það
gildi sem þau hafa í sjálfum sér. Fowler heldur því fram að hið trúarlega
tákn fái tvöfalda merkingu. Einstaklingurinn lítur gagnrýnum augum á hið
brotakennda og afstæða í táknunum, en jafnframt er viðurkennt að í
táknrænni túlkun felist innsæi, sem varpi ljósi á lífið og raunveruleikann og
opni nýjar víddir, hún sé táknrænn spegill hins ósegjanlega. Helgisiðir hafa
þannig ekki aðeins gildi sem eitthvað sem miðlar ákveðinni merkingu,
heldur hafa þeir gildi í sjálfum sér.
Sjötta skeið: Alhœfandi trú
Á þessu skeiði á sér stað gagnger breyting hugsunarháttarins. Einstak-
lingurinn finnur hjá sér knýjandi þörf fyrir og vilja til að gefa sjálfan sig
öðrum í kærleika og réttlæti. Á hinu trúarlega sviði sprettur þessi þörf af
því að hann finnur sig eitt með hinum „ítrustu aðstæðum“. Til þess að koma
til leiðar því sem einstaklingurinn hefur upplifað sem merkingu hinna
„ítrustu aðstæðna“ finnur hann sig knúinn til athafna.
Sjaldgæft er að einstaklingar þroski með sér þá formgerð hugsunar sem
einkennir þetta skeið. Þeir sem ná því hafa þroskað með sér trúarhugmyndir
sem viðurkenna alla vemndina sem hluta af hinum „ítmstu aðstæðum“ Þeir
em líkamningar og raungervingar35 þess anda sem einkenna mundi hið
fullkomnaða mannlega samfélag. Þeir em „smitandi“ í þeim skilningi að
35 Á ensku: incamators and actualizers.
152