Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 155
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
þeir mynda í kringum sig eins konar áhrifasvæði. Þar hverfa hinar
þjóðfélagslegu, pólítísku, fjárhagslegu og hugmyndafræðilegu þvinganir
sem við beitum framtíð mannsins og erum um leið beitt sjálf. Þeir finna sig
vera hluta af afli sem sameinar veröldina og umbreytir henni og á þá er oft
og tíðum litið sem niðurrifsmenn og sagt að þeir grafi undan gmndvallar-
atriðum, þar með töldum trúarlegum atriðum, sem við byggjum afkomu
okkar, öryggi og gildi á, bæði sem einstaklingar og í samfélagi. Margir sem
ná þessu skeiði em drepnir af þeim sem þeir leitast við að breyta. Þeim
hlotnast oft meiri virðing látnum en í lifand lífi. Þeim fáu einstaklingum
sem ná slíkum þroska virðist gefin sérstök náð og þeir virðast skilja allt
betur og vera einfaldari en við hin, en þó á einhvem hátt mannlegri.
Samfélag þeirra er alhæft og algilt. Stakir hlutir em metnir vegna þess að í
þeim býr hið algilda og því em þeir verðmætir hvort sem þeir hafa nota- og
verðgildi eða ekki. Þessir einstaklingar hafa ást á lífinu, en halda þó ekki
fast í það. Slíkir menn em reiðubúnir til vináttu við fólk af hverju hinna
skeiðanna sem er, eða við fólk sem tilheyrir öðmm trúarhefðum.
A. Rökmynd
Hin formlega hugsun einkenist nú af því að sjálfið hefur með vissum hætti
samsamast „vemndinni11. Tengslin milli sjálfsins og þess sem mestu varðar
em í jafnvægi, þannig að andstæður em ekki lengur álitnar standa hver
gegn annarri, heldur sem hluti af stærri heild.
B. Samskiptaskilningur
Samskiptaskilningurinn mótast af náinni samkennd með öllu sem er. í því
felst viðleitni til að sýna það í verki.
C. Siðferðilegt mat
Þetta er skeið sjálfstæðs siðgæðismats, sem tekur mið af algildum
réttlætislögmálum sem fela í sér virðingu fyrir mannkyni í heild og sér-
hverjum einstaklingi. Siðferðileg mat einkennist því af viðleitni til að sýna
öllu sem er trúnað.
D. Svið félagslegrar vitundar.
Algildisreglan endurspeglast í því að einstaklingurinn samsamast öllu sem
er. Leitast er við að láta sérhver tengsl fela í sér fullkomna, kærleiksríka og
óeigingjama afstöðu til annarra.
E. Áhrifavaldar
Öll viðleitni einstaklingsins er hreinsuð af eigingjömum hvötum, en í stað
þess beint að kröfunni um hið algilda.
F. Heildarsýn
Lífssýn einstaklings á þessu stigi einkennist af ítmstu sameiningu.
Margbreytileikinn sem birtist í flókinni veröld er skoðaður sem ein heild og
fullkomin eining sem á sér rætur í „verundinni“.
153