Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 156

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 156
Sigurður Pálsson G. Notkun tákna Myndun tákna hefur eingöngu tengsl við þann veruleika sem er handan alls. Einstaklingar á þessu skeiði skapa þannig og miðla til annarra dýpt og skilningi sem einkennist af þekkingu þeirra á því sem mestu varðar. Þannig býr þekking þeirra yfir dýpt sem getur haft mikla þýðingu fyrir umheiminn. Fowler leggur áherslu á að mjög erfitt sé að gefa tæmandi lýsingu á 6. stigi. Grundvallarafstaða og breytni einstaklinga á þessu stigi, sem á sér rætur í samsömun þeirra með öllu sem er, er eðlisólík þeirri sem menn hafa á fyrri stigum. Fowler dregur þess vegna sjálfur í efa að réttmætt sé að líta svo á að sjötta skeið sé framhald þess fimmta. Trúin og hvatar til breytinga Kenning Fowlers sem hér hefur verið reynt að gera grein fyrir, er tilraun til að lýsa kerfisbundinni þróun trúarlegrar hugsunar að því er varðar bygg- ingu og formgerð. Hún er fram sett í því skyni að auka skilning á þeim breytingum sem verða á sjálfi manna í glímu þeirra frá einu skeiði til annars. Fowler leitast við að gera grein fyrir og lýsa því mynstri þekkingar, gildismats og skuldbindinga sem vera og trú einstaklingsins á hverju skeiði fyrir sig er ofin. Sem guðfræðingur telur hann þetta lýsa ásköpuðum möguleikum manns- ins til síaukinnar sjálfsþekkingar, sjálfsgagnrýni og ábyrgðar í samfélagi sínu við Guð og menn. Kenningin fjallar um og gengur út frá margvíslegum breytingum sem maðurinn tekur á æviskeiði sínu. Fowler telur, án þess að álíta að hann sé að setja fram einhver algild sannindi, að flokka megi þessar breytingar í þrjá flokka.36 í fyrsta lagi nefnir hann breytingar sem eru afleiðing margs konar þroska (developmental change). Með því er átt við þetta flókna ferli sem felur í sér mótun og endurmótun sjálfsins, sem virðist eiga sér stað þegar skiptast á skeið jafnvægis og ójafnvægis. Þessu má líkja við göngu sem segja má að sé ekkert annað en fall með fullri stjóm. Maðurinn kemst hvergi fótgang- andi, nema komið verði til leiðar því jafnvægisleysi sem knýr hann til þess að bera annan fótinn fram fyrir hinn! Hversu þetta þroskaferli er flókið ræðst hins vegar af því hve margir þættir eru að verki í manninum samtímis. Suma þessara þátta má nefna: 1. Líkamlegur þroski. Með honum breytist félagsleg staða einstaklingsins og sjálfsímynd hans. Það að vaxa úr grasi, þroskast og verða aldraður hefur einnig áhrif á andlegt líf mannsins. 2. Vitsmuna- og skynþroski. Með honum breytist háttur okkar að skynja, móta, túlka og fá vit í reynslu okkar. 36 James W. Fowler: Faith Development and Pastoral Care, Philadelphia (Fortress Press) 1987. 154
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.