Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 165
Vilhjálmur Ámason
Eins er þér vant
Um hlutverk kirkjunnar í nútímasamfélagi1
(Þér hafnið boðum Guðs en haldið erfilcenning manna, Mk 7:8)
Einhvem tíma þegar ég var á ferðalagi og var að fletta ensku tímariti,
sem ég man ekki lengur hvað var, rakst ég á spakmæli sem var eitthvað á
þessa leið: „Þegar samband ríkis og kirkju er mjög slæmt er eitthvað
alvarlegt að ríkinu. Þegar sambúð ríkis og kirkju er mjög góð, er
eitthvað alvarlegt að kirkjunni.“ Mér hefur oft dottið í hug síðan hvort
átök ríkis og kirkju á Islandi séu ekki óþarflega lítil. Að breyttu
breytanda mætti heimfæra þetta upp á sambúð kirkju og þjóðfélags og
spyrja hvort kirkjan sé ekki óþarflega sátt við ástandið í þjóðfélaginu eins
og það er. Er afskiptaleysi íslenzkrar kirkju um málefni samfélagsins ekki
til marks um að eitthvað alvarlegt sé að hjá kirkjunni? Svo þarf auðvitað
ekki að vera, því ég er ekki alveg viss um að góð sambúð kirkju og
þjóðfélags sé endilega ávísun á misbresti kirkjunnar. í góðu, krismu
samfélagi er varla nema eðlilegt að kirkjan sé sátt við sambúðina. Þetta er
að minnsta kosti jafnraunhæfur kostur og hugsjónin um jafnrétti og
bræðralag allra manna, eins konar guðsríki á jörð.
Á hinn bóginn hafa ótal dæmi sýnt það og sannað, að þegar illa skerst í
odda með þjóðfélaginu og kirkjunni er eitthvað alvarlegt að þjóðfélaginu.
Þessir vankantar taka yfirleitt á sig tvenns konar mynd ef ekki báðar í
senn. Annars vegar er um það að ræða, að þjóðfélagið láti það viðgangast
að fólk búi við efnislegt böl, svo sem húsnæðisleysi, hungur eða aðra
fátækt. Hins vegar gerist það víða enn á vomm dögum, að ríki virða ekki
mannréttindi og þrengja að fólki með óréttlæti af ýmsu tagi.
Oft fer þetta tvennt, fátækt og mannréttindabrot saman eins ög nærri
má geta, en þó em ýmis dæmi þess að svo sé ekki. Bandaríkin, til að
mynda, leggja sig í líma við að tryggja borgaraleg réttindi þegna sinna,
þótt margir svelti þar heilu hungri og hafi ekki efni á sjúkraþjónustu,
skólagöngu eða húsnæði. Skortur af þessu tagi virðist ekki hafa plagað
austantjaldslöndin, þar sem mannréttindi vom löngum fótum troðin og
fólk mátti ekki tjá skoðanir sínar, ferðast að eigin vild eða setja af
óvinsæla valdhafa. Á þessu tvennu — mannréttindabrotum og
misskiptingu gæða — er mikilvægur munur frá pólitísku sjónarmiði sem
1 Greinin er að stofni til erindi flutt á Þrettándaakademíu í Skálholti 6. janúar 1990.
Yfirskrift akademíunnar var ,d-ifandi þjóðkirkja við lok 20. aldar.“ Greinina tileinka
ég foreldrum mínum.
163