Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 177
Þórir Kr. Þórðarson
/
Eru Guð og „Ovinurinn”
sama persónan?
Rannsókn guösmyndarinnar
í 1. Samúelsbók 15. kapítula1
I
Inngangur
Ég hef fengist við túlkun Sálssögunnar og höfnun Sáls öðru hverju
undanfarin þrjú ár með löngum hléum á milli, hvemig skilja beri þá
guðsmynd sem fram kemur í köflunum 13-15 í 1. Samúelsbók. Mér finnst
dýrmætt þetta tækifæri sem ég fæ hér til þess að vekja umræður um þessa
rannsókn.
II
í staðinn fyrir ritskýringu
í þessu samhengi verður ekki unnt að gera grein fyrir ýmsu af því sem
krefjast verður þegar kafli er ritskýrður. Heimildir verða sniðgengnar,
og miða ég við síðasta „ritskýrandann“ (redaktorinn), þ.e.a.s. textann
eins og hann liggur í Biblíunni.
Yfirlit efnis Samúelsbóka
Samúelsbækur em meðal þess efnis í Biblíunni sem heillar lesandann mest
sökum frásagnarsnilldar. Þar er fjallað um konungdæmið. Á því skeiði
sem bækumar fjalla um var það mál málanna sem svo miklar deilur stóðu
um eins og kunngt er af tveimur hefðum um upphaf þess, önnur meðmælt
konungdæmi og hin andsnúin. Og svo varð konungdæmið vitaskuld síðar
hinn mikli hverfipunktur sem allt snerist um, ekki aðeins í prédikun Jesaja
heldur einnig í síðari þróun hugmynda messíanismans, og í Nýja
testamentinu.
Þessari miklu bók var skipt í tvær bækur,2 og er svo í Biblíu vorri.
Segir hin fyrri og fyrsti kapítulinn í hinni síðari frá sögu Sáls, falli hans
og dauða. En inn í þessa sögu Sáls fléttast saga Davíðs eins og máttugt
1 Erindi haldið í Málstofu í guðfræði þriðjudaginn 27. febrúar 1990.
2 Raunar voru 1. og 2. Samúel og 1. og 2. Konungabók ein og sama bókin. J. Alberto
Soggin, Introduction to the Old Testament, Translated by John Bowden, London:
SCM, 1980, s. 185, og eigna sumir skiptinguna Septúagintuþýðendum, en í LXX
eru bækumar kallaðar 1.-4. Konungabók (Basíleión).
175