Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 184
Þórir Kr. Þórðarson
(Hér læt ég nægja að skrifa með venjulegu latínuletri án díakrítískra
punkta): nichamtí ki himlakti et sjaúl lemelek ki sjav meiacharai weet
devarai lo heiqim.
Fyrsta spumingin er: Hvað merkir sögnin nicham í þessu samhengi?
Hið vanalega svar við þessari spumingu er að sögnin merki að iðrast,
þ. sich reuen, e. to repent, o.s.frv. En í þeirri merkingu er fólgin
tilfinning. Sá sem iðrast er fullur hryggðar yfir einhverju sem hann eða
hún hefur gert. En er það víst að sú sé merkingin hér?
Hjá spámönnunum, bæði hjá Jeremía, Esekíel og Jóel kemur sögnin
fyrir með bæði ra'ah og tobah, vanalega þýtt að iðrast hins illa, iðrast
hins góða sem gert hefur verið.
Hjá Jóel 2:14 er athyglisverð merking:
Hver veit nema hann iðrist aftur
(þ.e. „hver veit nema hann snúi við og skipti um skoðun“)
og láti blessun eftir sig:
matfóm og dreypifóm handa Drottni, Guði yðar!
Sömuleiðis Jer 4:28
Vegna þessa syrgir jörðin og himinninn uppi er dimmur,
af því að ég hefi sagt það, og mig iðrar þess eigi,
hefi ákveðið það og hætti ekki við það.
Betra væri að þýða tvær síðustu línumar svo:
af því að ég hefi sagt það og ég breyti ekki til
hefi ákveðið það og hætti ekki við það.
Hér er paralellisminn athyglisverður: „að breyta til“, nicham /„að hætta
við.“
Hér standa sagnimar dibber og zamam hvor með annarri, og þess má
geta til gamans að það er einmitt Sigurður Öm Steingrímsson sem skrifað
hefur greinina um zmm í Theologisches Wörterbuch zum Alten Testa-
ment.
Hér sjáum við að sögnin nicham merkir fyrst og fremst að breyta til,
brigða.
Aðra merkingu, þ.e. hin vanalegu, að iðrast, er aftur á móti að finna í
Jer 31:19:
31:18
Að sönnu heyri ég Effaím kveina:
Þú hefir hirt mig, og ég lét hirtast eins og óvaninn kálfur.
Lát mig snúa heim, þá skal ég snúa við,
því að þú ert Drottinn, Guð minn!
31:19
Því að eftir að ég hafði snúið mér ífá þér, gjörðist ég iðrandi,
og eftir að ég vitkaðist, barði ég mér á bijóst.
182