Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 185
Eru Guð og „Óvinurinn” sama persónan?
Frægustu staðimir þar sem sögnin nicham kemur fyrir eru auðvitað
fmmsagan í Genesis þar sem Guð „iðrar þess“ að hafa skapað mennina,
Gen 6:6-7, í formálanum að flóðssögunni (J). Notkun þessarar sagnar
merkir auðvitað að Guð er hugsaður í líkingu manns sem breytt getur um
skoðun, bmgðið út af fyrri ákvörðun, „iðrast“ þess sem hann hefur áður
ákveðið (zmm). En samt stendur það á föstum fótum sem hann segir og
gerir, sbr. andstæðuna í 15. kap. í lSam, t.d. í niðurlaginu.
Þetta er alltof stórt mál til þess að það verði rætt hér og vísa ég því á
þessu stigi til hinnar stóm greinar um nicham í Theologisches Wörter-
buch zum Alten Testament eftir Simian-Yofre, sem því miður hefur
raunar þann galla að vera lítt byggð á nútíma málvísindum.
Samúel „reiðist“
Hver vom viðbrögð Samúels er hann heyrði þessi orð Yahweh?
Það er mjög athyglisvert að þegar lokið er guðmælinu koma tvær
setningar: „Samúel reiddist og hann hrópaði til Guðs alla nóttina. “
Sögnin jichar með forsetoingunni le merkir „honum varð ákaflega heitt
varðandi e-ð, honum brann hugur og hjarta vegna e-s“.
En hvað er að baki þessara setoinga að Samúel reiddist og hrópaði til
Guðs alla nóttina? Væntanlega er hér um að ræða áherslu á hina
hryllilegu alvöm dómsins, sem sögumaður vildi tjá á sem sterkastan hátt.
Samúel skynjar ógn þessara orða og fœr ekki sœtt sig við þennan dóm.
Þetta atriði eitt út af fyrir sig myndi nægja til þess að sýna fram á að milli
13. kap. og hins fimmtánda er ekkert samband, þeir em sinn úr hvorri
áttinni. 15. kap er þannig sjálfstæð frásögn úr annarri hefð tekin en 13.
kap. Ritstýranda verksins kemur samt ekki til hugar að fella brott annan
hvom kaflann. Hann lætur þá báða standa saman og tjá andstæður til þess
að gera myndina fyllri og listrænni. Er þetta algengt einkenni á hebreskri
frásagnarsnilld þar sem saga er samofin hefðum og heimildum af ýmsu
tagi.
Samúel reiddist og hrópaði til Guðs alla nóttina. Hann er með öðmm
orðum ósáttur við þennan harða dóm Guðs. Hann fær ekki sætt sig við
hann og hrópar í angist alla nóttina á guðlega miskunn yfir hinn brotlega
konung.
Síðar í kaflanum kemur að vísu önnur afstaða fram hjá Samúel, er hann
sýnir enga miskunn hinum fallna, en slíkar þversagnir mega ekki verða
mönnum að fótakefli, að þeir missi af hinu listræna gildi andstæðnanna.
Og ef menn vilja endilega breyta listaverki í röklega ritgerð má á það
benda að Samúel hefur sannfærst um endanleika úrskurða Drottins í
bænabaráttu sinni á þeirri nóttu.
f Gilgal
Hér koma fram ýmsir örðugleikar sem ekki verður greitt úr nema með
nákvæmnisgreiningu kaflans alls. En það er ekki unnt að framkvæma
hana í þessu samhengi. Til dæmis má spyrja hvar Samúel sé staddur er
hann tekur við guðmælinu og berst við Guð alla nóttina í bænahrópi sínu.
183