Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 192
Þórir Kr. Þórðarson
2.25). Þessi eru líka skilyrðin sem Samúel setur í hinni miklu ræðu sinni í
12. kapítulanum. En viðurlögin við slíkum brotum eru klár og kvitt, eins
og sést á því þegar jörðin gleypti þá Datan og Abíhú í uppreisn Kóra gegn
kennivaldi hins mikla spámanns Móse (Num 16).
Það var líka hin vanalega túlkun þessara kafla, lSam 13 og 15, að skv.
textanna hljóðan hefði hinn réttláti Yahweh hefnt lagabrots Sáls konungs
með því að svipta hann konungdómi. En við sáum áður að hér er
„something fishy“ eins og sagt er í Oxford. 13. kaflinn er ekki algerlega
án tvímæla um sökina og í 15. kapítula kemur afneitun yfirbótar og fyrir-
gefningar á óvart.
Adam Welch
Edinborgarprófessorinn kunni Adam Welch kom fram með þá túlkun
fyrir mörgum árum, í bók sinni Kings and Prophets að í þessum köflum
væri guðsmyndin óvanaleg, hér kæmi Yahweh fram síður sem hinn
réttláti Guð ísraels, bundinn af lögum réttlætisins og kærleikans, heldur
sem „a darkforce” eða myrkvað vald: ,Jiut here is a man, alla a man,
wrestling with fate and with the dark powers which hem in every man's
destiny . . ” (Kings and Prophets, bls. 79.)
David Gunn
I bók sinni The Fate of King Saul tengir David Gunn, sem er einn af
Sheffieldmönnum en farinn til Ameríku ásamt svo mörgum í hinum
fræga „Brain Drain“ sem Gréta Thatcher hefur leitt yfir Bretlandseyjar,
við niðurstöðu Adams Welch og telur guðsmyndina sem fram kemur í 13.
og 15. kaflanum vera í ætt við það afl sem grísku harmleikimir nefna
örlög, hin blindu örlög. Oedipusi var ókunnugt um móður sína er hann
lagðist hjá henni og um föður sinn er hann drap hann og því var hann
leiksoppur blindra örlaga, og harmleikurinn byggist á því að bresturinn
(eða the flaw eins og það heitir í enskri leikritunarrýni) í fari Oedipusar
var vanþekking hans.
Þessi þáttur kemur vel heim og saman við sögu Sáls. Einnig honum var
ókunnugt um sekt sína. Hann taldi sig saklausan. Það höfum við þegar séð.
Hann lýsir yfir sakleysi sínu í góðri trú að ætla má, eins og við höfum
séð. Sérstaklega kemur þetta fram í 13. kapítulanum, og þar er lesandinn
líka tvístígandi um sökina, finnst hún liggi ekki síður hjá Samúel. Og
einnig í 15. kap. virðist sem það komi bæði Sál og Agag algerlega á óvart
hver eru hin hörmulegu örlög sem þeim eru búin, Agag bíður líflát og
Sál missir konungdóms og forleikur hins bitra deyðs hans á Gilbóa
fjöllum.
Þegar ég las bók Gunns í fyrsta sinn féll ég fyrir þessari túlkun. En
þegar ég fór að vinna með textana sá ég að þessi túlkun væri augljóslega
röng. — En hver er þá hin rétta?
190