Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 194
Þórir Kr. Þórðarson
okkar eigin samtíð og í ljósi nútímahugsunar. En ég legg áherslu á að hér
er ekki um tvíhyggju eða dúalisma að ræða í venjulegum skilningi þess
orðs.
Ég nefni sem dæmi hinn kunna texta úr Kýrosarljóðinu: „Ég tilbý
Ijósið og framleiði myrkrið. ég veiti heill og veld óhamingiu." eða Jes
54:16: „Eg skapa eyðandann til þess að leggja í eyði." Og ekki má gleyma
hinum hrollvekjandi orðum í niðurlagi köllunarsýnar Jesaja.
Að lokum Dt 32.39:
,yÉg devði og ég lífga
ég sœri og ég grœði,
og enginn getur frelsað af minni hendi. “
Þessi guðsmynd er óhugnanleg og í algerri andstöðu, að því er virðist við
fyrstu sýn, við guðsmynd Nýja testamentisins.
En ég hygg að flestum komi fyrst í hug í þessu sambandi hin torráðnu
og dularfullu orð í 4. kap. í Exodus, þegar Móse og Sippóra kona hans
koma ásamt syni sínum í gistingarstað á leið sinni til Egyptalands og
Yahweh ræðst á hann og vill drepa hann. Sippóra grípur þá steinhníf og
umsker — ekki Móse — heldur son sinn, og snertir kynfæri Móse með
hinni blóðugu forhúð og segir: Þú ert minn blóðbrúðgumi.
Þess má geta innan sviga að mér hefur alltaf fundist líklegt að Garcia
Lorca hafi haft þennan stað í huga er hann gaf nafn leikriti sínu Blóð-
brullaup. En það er önnur saga.
LXX hefur hér annan texta. Þar er það Engill Dauðans (sem nefhdur er
angelos kyriou) sem ræðst á Móse og vill drepa hann, m.ö.o. illur andi á
eyðimörkinni sem vegna alveldis Yahweh fær nafn hans. Annað hvort
hefur annar texti legið til grundvallar LXX eða þýðendunum hefur
blöskrað það að Yahweh sjálfur hafi verið þetta illa afl sem vildi drepa
Móse. (Hér koma til fleiri atriði sem ekki er rúm rekja hér, eins og að
chatanu á akkadísku merkir «að vemda,» en chatana á arabísku merkir
«að umskera.» Er þá orðið chatan, «tengdafaðir,» dregið af þeirri sögn.
Sjá chtn í ThWAT, III)
Guðsmynd textans
í þessum textum rekum við okkur á guðsmynd sem er í þversögn við guð
miskunnarinnar og fyrirgefningarinnar hjá spámönnunum og í
Saltaranum. Þar er svo sannarlega hinn reiði Guð og þar troða menn
þrúgur reiðinnar, sbr. sögu Steinbeck's The Grapes of Wrath. En hinar
hryllingslegu dómsræður spámannanna em ekki lýsing á miskunnarleysi
Guðs heldur á kærleika hans, hversu þverstæðukennt sem það kann að
hljóma. Það er kærleikur Guðs sem knýr hann til að eyða tortímandi
öflum og tyfta sitt fólk og laða það til sín með böndum kærleikans, eins
og segir hjá Hósea (11.4). En hér er á ferðinni guðsmynd sem á ekkert
skylt við þá fyrri. Guð er hér einhvers konar dularfullt vald sem á
gjörsamlega óskiljanlegan hátt veltir örlagahjóli mannanna ýmist «hátt
yfir stund og stað» eða niður til dýpstu niðurlægingar og þjáningar. Hann
192