Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 202
Gunnar Kristjánsson
sonar en fyrst fjallar hann um fomar íslenskar bókmenntir. í lokakafla
dregur höfundur niðurstöður af athugunum sínum.
I þessum orðum verður fyrst vikið að rannsóknaraðferðinni, þá að
viðfangseíhunum og loks að niðurstöðum.
1. Rannsóknaraðferðin
Rannsóknaraðferðin byggist einkum á túlkunarfræði Ricoeurs sem fyrr
segir. Þar er textanum, sem rannsaka skal, skipt í tvennt: sense og
reference. Sense er það sem kalla mætti „hvemig” textans, þ.e.a.s hvemig
er textinn eins og hann kemur fyrir. Reference er hins vegar það sem
kalla mætti „um hvað” er textinn, hver er merking hans í tengslum við líf
mannanna. Það sem höfundur vill fá að vita er einmitt um hvað textinn
fjallar sem rannsaka á, hver er sú veröld sem hann skírskotar til eða sá
hugarheimur sem býr að baki honum.
Til þess að finna svör við slíkum spumingum þarf skv. að Ricoeur að
fara fjögur þrep: 1. Getgátur eftir fyrsta lestur, 2. greining textans (í stíl
o.fl.), 3. merking tákna og líkinga og 4. til hvaða veruleika skírskotar
myndmálið. Höfundur gerir ítarlega grein fyrir þessum fjómm þrepum,
einkum þriðja og fjórða þrepi sem skipta mestu máli fyrir hann. í þriðja
þrepi er merking myndmáls og líkinga skoðuð og skilgreind (bls. 26
o.áfr.), ein myndlíking kallar á aðra og þegar litið er á myndmál textans í
heild verður til heill merkingarvefur þar sem sumar myndir em megin-
líkingar en aðrar þeim til stuðnings. Þennan vef kallar höfimdur líkan og
líkön em „öðm fremur tæki til þess að skýra og koma reglu á reynslu”
(bls. 32f). En líkön af þessu tagi em ekki sambærileg við líkön í
raimvísindum, þau kalla á frekari hugsun, túlkun og umfjöllun. í slíkum
líkönum sem höfúndur telur óhjákvæmilegt að byggja úr hugtökum þeirra
verka, sem rannsaka á, skipta sumar myndir myndmálsins meira máli en
aðrar, það em rótmyndir.
Fjórða stigið sem höfundur byggir á úr túlkunarfræði Ricoeurs er
sambandið milli myndmálsins eins og það kemur fyrir (ótúlkað) og þess
vemleika sem það skírskotar til (figurative sense og figurative referent). í
rannsókn sinni segist höfundur (bls. 38) einkum ætla að fást við mynd-
líkingar (en ekki tákn (symbol) og kanna merkingarvefinn og líkanið sem
kemur í ljós við athugun með það að markmiði að beina sjónum að því
hvers konar lífsstíll leiðir af því.
Hann fetar sig eftir þessum þrepum að markinu: lýsir verkinu,
tengslum textans við vemleika fólksins sem það var ritað fyrir, athugar
stfl verksins og þar með merkingu þess handan myndmálsins. Hann ætlar
að skoða meginmyndhverfingar textanna og ræða merkingu myndmálsins.
Þá ætlar hann að ræða myndlíkönin sem í ljós koma og loks — í lokakafla
— athuga þýðingu líkansins í hverju tilviki fyrir sig fyrir líf mannsins.
200