Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 204
Gunnar Kristjánsson
varð að játa sig sigraðan frammi fyrir öllum. Kristur sigraði til að frelsa
bandingjana (2.sd.e. páska: „Allt þetta vann hin eilífa hátign til þess að
opinbera þetta lífsins orð sínum fjandmönnum er gengið höfðu í sveit
með andskotanum”). Andi Guðs rak djöfulinn út úr ríkinu (4.sd.e. páska:
„Svo segir drottinn undir sína pínu: Nú er dómur heimsins, nú mun
höfðingi þessa heims verða út snaraður. Það er alkunnugt, hversu að satan
drottnaði í veröldinni, áður en Jesús kom í heiminn, já, áður en hann
sigraði djöfulinn á krossinum... Svo hefur nú drottinn Jesús út rekið
djöfulinn úr ríki sínu með Guðs fingri”). En djöfullinn heldur áfram
skemmdarstarfsemi sinni engu að síður og verður margt ágengt, þess
vegna prédikar Vídalín að menn verði sífellt að halda vöku sinni og vera
á verði (4.sd.e.páska: „...því jafnvel þótt að djöfullinn sé bundinn þá lætur
hann ekki af að skjóta sínum örvum á Guðs her”).
Guð er konungur, það er megintáknmálið. Til stuðnings eru þessi:
löggjafi, dómari, herforingi, húsbóndi, faðir. Þrátt fyrir hátign sína er
Guð miskunnsamur. Alnánd Guðs er háð því að þeir sem honum fylgja
séu virkir í herliði hans. Vídalín gerir enga tilraun til þess að skilgreina
Guðshugtakið með heimspekilegum skilgreiningum, þar er hann á svipuðu
róli og Lúther. Allt tal um Guð þróast út frá atburðum í lífi mannanna,
myndmál Vídalíns þegar hann talar um Guð er auðugt og miðar helst að
því að vekja lofgjörð til hans á meðal þeirra sem hlýða á prédikanimar.
Guð býr í ljósi, hann er líka eins og eyðandi eldur; hann býr í mikilli
birtu sem enginn kemst til af eigin afli. Hann er hátt uppi, á hástóli þaðan
sem hann sér um allt. Það er talað um vilja Guðs. Sköpunin er góð í
sjálfri sér. Skipan heimsins (foreldrar, þjóðfélagsgerð o.s.frv.) er gjöf frá
Guði.
Guð sem faðir kemur einkum fram sem uppaldandi í Postillunni.
Vídalín leggur áherslu á þau einkenni föðurins sem vísa til mildra gilda:
umhyggju, umburðarlyndis, þolinmæði og almennrar gæsku.
Kristsmyndin virðist styðja við konungslíkanið, Jesús er í stríði.
Kenotísk kristólógía kemur m.a. fram í prédikun Vídalíns á föstudaginn
langa: „Minn herra Jesú, því mundi ekki það blessaða Ijós veraldarinnar
inni byrgja sinn ljóma, þar ljómi föðurins dýrðar og ímynd hans
guðdómlegrar persónu tæmdi sjálfan sig, svo sem Páll að orði kemst.”
Kristur er „dramatísk” vera á leið frá dýrð himnanna um þjáningar
heimsins, fer til heljar til að stríða, rís upp, stígur upp til himna til að
setjast aftur í dýrð himnanna þar sem hann er endurkrýndur.
Jesús er ódauðlegur konungur dýrðarinnar. En hann kaus að líða og
taka á sig hold manns. Holdtekjan er skilin í ljósi hinnar kosmísku baráttu,
Jesús er sífellt að berjast við hið illa, jafnvel í iðmm heljar. En hann
tekur þátt í kjömm mannsins og þekkir mótlætið og mannlega þjáningu til
fulls (Vídalín notar jafnvel myndlíkingu ormsins um Jesúm í lægingu
hans). Kristur frelsaði mennina frá fjötmm syndar og dauða, holdtekjan
er því markmið í „kerfi” Vídalíns. Þegar Kristur snýr aftur til dýrðar
sinnar flytur hann með sér reynslu mannsins og talar máli mannanna fyrir
hástóli Guðs. En hlutverk hans er einnig að vera leiðtogi hinna kristnu,
202