Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 37
Inngangur að málfrœði kastilískrar tungu
vísindin að skrifa rétt og vel. Þessu tilheyrir að þekkja fjölda og möguleika
bókstafanna og hvaða stafir eru notaðir til að mynda orð og setningarhluta.
Hin önnur var nefnd af Grikkjunum prósóðícf sem við getum nefnt áherslu
eða jafnvel næstum söng. Þetta er listin að hækka og lækka tónbær atkvæði í
orði eða hluta setningar. Þessu tilheyrir einnig listin að kveða, vega og meta
bragarhátt í kvæðum og vísum. Þá þriðju nefndu Grikkirnir etímólógía?
Túllíus nefnir hana anotación? Við getum kallað hana sannleik orðanna.
Þessi ritgerð veltir fyrir sér merkingu og beygingum hvers setningarhluta
sem í spænsku eru tíu. Fjórðu ritgerðina nefndu hinir grísku sýntaxis,1 2 3 4 þeir
latnesku samsetningu og við getum kallað hana uppröðun. Henni tilheyrir
uppröðun orða og setningarhluta. Þannig íjallar fyrsta bók þessa verks um
setningafræði og bókstafi. Onnur um hljóðfallsfræði og áherslu. Sú þriðja
um orðsiíjafræði og framsögn. Sú fjórða um setningafræði, samsetningu og
uppröðun setningarhluta.
Annar kafli, umfyrstu tilurð bókstafanna
og hvaðan þeir bárustfyrstyfir til Spánar
A meðal alls þess sem mennirnir hafa uppgötvað í gegnum reynslu eða guð-
leg forsjón hefur sýnt oldtur svo við gætum fullkomnað og notið betur hins
mannlega lífs, hefur engin uppgötvun verið eins nauðsynleg né nýtileg og til-
urð bókstafsins. Þessa bókstafs sem allar þjóðir tóku á móti eins og um sam-
þykki eða hljóðlátt samráð væri að ræða. Þannig eignuðu allir þeir er skrif-
uðu í fornöld Assýríumönnum tilurð bókstafanna að Gelíosi undansldldum
en hann eignaði þá Merkúríusi í Egyptalandi og í því sama landi eignaði
Antiklídes Menóni þá fimmtán árum áður en að Forróneos ríkti yfir Argos
en sá tími kemur heirn og saman við árið eitthundrað og tuttugu eftir að
ættfaðirinn Abraham fékk frá guði endurnýjuð heit. Það gætir margra ólíkra
skoðana meðal þeirra er vilja eigna Assýríumönnum tilurð bókstafanna.
Epígenes sem er mestur grískra höfunda og ásamt honum Krítódermos og
Berosos vilja eigna Babýloníumönnum bókstafina og því mætti rekja upp-
haf þeirra langt aftur fyrir tíma Abrahams. Þeir okkar sem aðhyllast vora
trú veita gyðingum þennan heiður og því má finna upphaf bókstafsins á
tímum Móse. En á hans tímum blómstraði ritmálið í Egyptalandi, ekki eins
og í fyrstu með dýratáknum heldur frekar með línum og formum. Allir
aðrir höfundar eigna Fönikíumönnum tilurð bókstafanna en þeir voru einn-
1 Hljóðfallsfræði.
2 Orðsiíjafræði.
3 Reynist erfitt að finna liérna orð fyrir þetta á íslensku, en helst er líklegt að hann sé að tala
um „stíl“.
4 Setningafræði.
áfJSayásá— Ég kann að i>ýða; það kunnið þið ekki.
35