Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 44

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 44
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Allt frá barnæsku vildi Blake verða listamaður, og þótt fjölskyldan hefði varla efni á því var hann sendur í myndlistarskóla sem fyrr segir á árunum 1767 til 1772. En lengra listnám var of dýrt fyrir fjölskylduna og þess vegna varð William Blake lærlingur á sviði myndskurðar sem litið var á sem gagnlega iðngrein á þeim tíma. Hjá James Basire lærði Blake listina að rista í kopar án þess að láta endurkast ljóssins frá yfirborði koparsins trufla sig. Blake lærði einnig að rista spegilskrift, þannig að þegar koparristan var prentuð kom skriftin rétt út. Basire treysti Blake svo vel að hann sendi hann inn í Westminster Abbey til að afrita og rista myndir af listaverkum og grafhýsum sem þar voru.1 Þetta var frekar draugalegt verkefni og hafði það mótandi áhrif á hugmyndir og listsköpun Blakes. Blake hreifst þannig af gotneskum stíl verkanna í Westminster og er víða að finna gotnesk áhrif í list hans. Að lokum fékk Blake nokkra viðurkenningu og pantanir um að hanna sínar eigin myndristur, og skar hann út myndir m.a. fyrir Mary Woll- stonecraft2 sem tilheyrði sama listamannahópi og Blake. Þekktastar urðu þó myndristur hans við kvæði Roberts Blair, „The Grave“. Einnig vann Blake myndristur fyrir vin sinn og stuðningsmann, myndhöggvarann John Flaxman. Hæstum hæðum náði þó myndskurðarlist Williams Blake í skreyt- ingum hans með Jobsbók, og hinum sjö myndum hans sem áttu að vera myndskreytingar við verk Dantes. Blake var ekki einungis afbragðsmyndskurðarmaður og teiknari. Hann hafði samið ljóð frá 11 ára aldri og varð snemma mjög bráðger á sviði ljóðagerðar. Fyrsta ljóðabók Blakes sem gefin var út, Poetical Sketches, hlaut blendn- ar viðtökur hjá þeim fáu sem lásu hana, en Blake reyndi lítið að kynna bókina, eða halda henni á loft.3 Einn af þeim sem urðu strax mjög hrifnir af ljóðum Blakes var John Flaxman sem áritaði bók Blakes og gafhana vinum sínum. Meira að segja var rætt um að kosta William Blake til náms í Róm, háborg endurreisnarinnar, en afþví varð þó ekki. Svo fór að Blake fór sjald- an út fyrir Lundúni og þá aldrei langt frá borginni. William Blake gaf aldrei út ljóð sín á hefðbundinn hátt. Hann risti þau í kopar með spegilskrift og myndskreytti og prentaði í aldrei meira en 30 eintökum. Af þessum sökum eru sum ljóða Blakes glötuð og önnur aðeins til f örfáum upprunalegum eintökum. Frumrit afverkum Williams Blake eru því afar verðmæt í dag. 1 Bentley, bls. 39-40. 2 Sjá Encyclopaedia Britannica, kafli um William Blake. 3 Bentley, bls. 76. 42. á Jföayáiá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.