Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 45

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 45
William Blake ogþýSingin á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslimnar Blake er þekktastur fyrir Söngva sakleysisins, 19 ljóð á 26 prentuðum og myndskreyttum plötum sem hann lauk við árið 1789. Það er upphafsár frönsku byltingarinnar og má segja að ljóðin einkennist af bjartsýni og eins konar himneskri sýn um hinn fullkomna heim. Síðan skrifar Blalce The Book ofThel (1789) og The Marriage ofHeaven and Hell (1790?).1 Síðan koma spádómarnir America: A prophecy (1793) og Enrope: A prophecy (1794). Árið 1793 skrifaði Blake einnig Ljóð lífsreynsl- unnar og tengdi þau við Söngva sakleysisins til að sýna mismunandi ástand mannssálarinnar. Á meðan börnin í Söngvum sakleysisins njóta verndar eru í Ljóðum lífsreynslunnar óverndaðar sálir manna sem upplifa örvæntingu og neyð. E.t.v. var William Blake að lýsa vonbrigðum sínum með afleið- ingar frönsku byltingarinnar í Ljóðum lífsreynslunnar en þá hafði byltingin breyst í ógnarstjórn og ofbeldi undir stjórn Jakobína. Meðal merkustu verka Blakes eru spádómar hans Vala or The Four Zoas, Milton og að lokum Jerusalem: The Emanation ofthe Giant Albion. Þessi stórvirki eru flókin að byggingu og gerð og bera heimspeki Blakes glöggt vitni. Blake var alla tíð giftur Catherine Boucher og var samlíf þeirra hjóna hamingjusamt að því er best er vitað.2 William Blake lést þann 12. ágúst 1827 og fékk hefðbundna útför en var jarðaður í kirkjugarði þeirra sem voru andófsmenn í trúarlegum efnum. Segja má að verk Blakes hafi ekki verið uppgötvuð fyrr en eftir dauða hans og var hann fyrst viðurkenndur sem stórbrotið enskt ljóðskáld eftir 1863. Rómantíska stefnan3 William Blake er stundum talinn til fyrstu rómantísku skálda Englands ásamt Akenside, Thomson, Collins, Gray, Smart og Burns. Oft eru þessi skáld kölluð á ensku „preromantic" eða for-rómantísk.4 Rómantíska stefnan var hugmyndafræði sem átti rætur sínar að rekja til 18. aldar í Vestur-Evrópu. Hún lagði áherslu á sterkar tilfinningar, ímynd- unarafl einstaklingsins og umbyltingu þjóðfélagsins, einkum var lögð áhersla á að umbylta aðalsskipulaginu. Mikið var rætt um náttúru eða eðli tungumála og sögu, og lögð var áhersla á upplifun hins háleita, einkum í gegnum tengsl 1 Alltaf er sett spurningarmerki við ártalið 1790, enda er það talið óvíst. 2 Bentley, bls. 69. 3 Hugtakið er komið af franska orðinu romount sem var heiti á rómönsum sem voru sögur endurreisnarinnar og sögur byggðar á sagnahefð miðalda. Sjá Day, Aidan, loc. 1151 til 1160. 4 Frost, bls. 1. áJfJayáiá- Eg kann að þýða; það kunnið þið ekki. 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.