Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 47
William Blake ogþýSingin d Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar
eftir ströngum reglum um stíl, málfar og viðfangsefni skyldi nú leitast við
að fjalla um almenn efni, nota almennt tungutak og beita nýjum aðferðum
við ljóðagerð.1 Umíjöllunarefni ljóðanna var oft nýstárlegt þótt formið væri
klassískt. Einnig var nánast einvörðungu farið að skrifa á þjóðtungum og
samtímamáli (vernacular•) í stað þess að nota hin fornu mál, grísku og lat-
ínu. William Blake gerði í þessu sambandi uppreisn gegn nýklassíkinni
sem studdist aðallega við skáldskaparfræði Aristótelesar eða túlkun Hór-
asar á þeim.2 3
Hjá rómantísku skáldunum Wordsworth og Coleridge kemur fram
mannúðarstefna þar sem þeir gagnrýna félagslegt misrétti, skort á almennri
menntun og aðbúnað fanga svo eitthvað sé nefnt. Þessi mannúðarstefna
var hluti af miklum þjóðfélagsbreytingum í lok 18. aldar þar sem frelsisstríð
Bandaríkjanna og franska byltingin voru hápunkturinn. Rit eins og Rights of
Man og Common Sense Tómasar Paine höfðu mikil áhrif í Bretlandi og m.a.
höfðu þau mikil áhrif á William Blake sem studdi frönsku byltinguna dyggi-
lega, a.m.k. framan af. Paine sá í stofnunum samfélagsins tæki til þvingana
og takmörkunar frelsis og taldi „government... one ofthe vilest systems that
can besetuf'? William Blake sem af trúarlegum ástæðum leit á veraldleg yfir-
völd sem varasöm og viðsjárverð hefði ekki getað verið meira sammála.
Rétt er að hafa í huga að William Blake er alls ekki eins óvenjulegur og
kenjóttur sérvitringur eins og hann hefur oft verið talinn, heldur var William
Blake fulltrúi fyrir hóp fólks sem aðhylltist kenningar Tómasar Paine og
var með sjálfstæðar skoðanir í trúmálum. Hugmyndir únítara t.d. voru ekki
mjög frábrugðnar hugmyndum og skoðunum Williams Blake.4
William Blake líktist einnig kvekurum að því leyti að hann lýsti yfir
andstöðu sinni gegn þrælahaldi en breskt þrælahald var afnumið 1807.5
Eftir frönsku byltinguna varð Blake enn róttækari en áður, og koma rót-
tækar hugmyndir hans fram í verki hans, America, þar sem hann dásamar
frelsisbyltingu Bandaríkjamanna. Blake taldi frelsisstríð Bandaríkjamanna
vera upphafið að baráttu sem mundi leggja að velli alla harðstjórn og hann
sá fyrir sér nýja öld frelsis og mannúðar renna upp. Þannig er ákveðin
eskatólógískur frelsunarboðskapur í verkum Blakes.
Blake þekkti einnig Mary Wollstonecraft, myndskreytti verk hennar
með koparristum og sá í frelsisstríði Bandaríkjanna möguleika á því að
1 Day, loc. 89-108.
2 Sjá umfjöllun uin nýklassík hjá Arna Sigurjónssyni, bls. 18.
3 Day, loc. 260-268
4 Sjá meira um únítaríanisma á slóðinni: <http://search.eb.com/eb/article-40192>.
5 Sjá nánar:
http://www.britannica.com/EBchecked/topic/548305/slaveryicameFromBoRtrue.
Skoðað 6. sept. 2010.
áJSay/'iá— Ég kann að þyða; það kunnið þið ekki.
45