Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 61
Jean-Paul Vinay & Jean Darbelnet
Úr Stylistique comparée dufrangais et de
Vanglais1
Þýðing með skýringum
Skilaboð og aðstæður
Merking í skilaboðum getur birst á marga vegu. Hér verða teknar til at-
hugunar þrjár leiðir og er vægi þeirra mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig.
I fyrsta lagi2 er formgerðarmerking, það er sú merking3 sem yfirleitt
kemur fram í formgerðarþáttum sem orðaforðinn lætur í té og eru tengdir
samkvæmt orðaskipaninni.4
Dæmi: „On enteringthe room, hesaw him sittingat the table: En entrant
dans la piece, il le vit assis a la table. [Þegar hann kom inn í herbergið, sá
hann hann sitjandi við borðið].5 Með tilliti til skilaboðanna er þetta skýrt
dæmi um það sem kallað hefur verið orðrétt þýðing6 hvað orðaskipanina
varðar.7 Með öðrum orðum er því ekki að finna í þessum skilaboðum, að
1 Darbelnet, J. og Vinay, J. P. 1972. Stylistique comparée du franfais et de l’anglais. Paris,
Didier. Textann er að finna í 1. kafla, III hluta.
2 „í fyrsta lagi“ er bætt fremst í setninguna til frckari skýringar.
3 „Merking" er endurtekið hér í stað þess að nota ábendingarfornafn eins og í frumtext-
anum.
4 Agencement er hér þýtt „orðaskipan".
5 Þarna eru báðar setningarnar nákvæmlega eins uppbyggðar í ensku og frönsku og hægt
að þýða orð fyrir orð án þess að merkingin raskist. í íslensku, hins vcgar, verður setningin
ekki eins eðlileg í orðréttri þýðingu og kemur þar fram mismunur á milli íslensku og
hinna tungumálanna. I íslensku þýðingunni hefst aðalsetningin á sögninni „sá“, þar sem
aukasetningin kemur á undan, og því er frumlag og andlag hlið við hlið þ.e. „sá hann
hann“, ólíkt hinum tveimur tungumálunum þar sem frumlagið kemur á undan sögninni
og andlagið á eftir: he saw him og il le vit.
6 Þ.e. bókstafsþýðing.
7 Hér er cas ekki þýtt til að forðast endurtckningu, „dæmi“ er þegar koniið í textanum.
gp — Ég kann að þyða; það kunnið þið ekki.
59