Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 86

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 86
Magnús Fjalldal io) n) 12) 13) 15) 19) 20) 21) Ó, miklist ei við moldar lágan val, sem minning reisti ei stein og gaf ei lof, hér, þar sem braust frá bæna og grafar sal mörg bylgja af vegsemd um hið vígða hof. Hvort megnar höggin stytta og aska ein sinn anda, er flúði, að kalla heim á ný? Hvort getur heiður hrópað líf í stein? Fá hrós og smjaður sig af dauða frí? Má vera hér í hópnum falið lágt sé hjarta, er eitt sinn brann af dýrri glóð, og hönd, sem bar til valdsins vilja og mátt, og vit, er kveikt gat ljós hjá heilli þjóð. En þekking ber ei birtu við slík kjör, né breiðir fyrir slíka djásn síns auðs, tóm ísköld neyð lét íjötrast þeirra Qör og frjósa þeirra andans lind til dauðs. Ef til vill Hampdenhjarta óttalaust mót harðstjórn sló hér eitt, á þorpsins lóð. Hér ólst ef til vill mállaus Miltons raust og máske Cromwell, saklaus lands um blóð. Langt utan múgsins æði og lágu þrá þeir óskuðu aðeins þess, er vera hlaut, um lífsins dal, sem geymdist glaumi frá, þeir gengu hljótt og látlaust sína braut. Svo beinin þeirra geymist guðs í frið, sjást grafarmerki brothætt, smá og lág, með hendinga og handskurðs fátækt snið, sem heimtar skatt eins andvarps, sem fer hjá. Og nöfn og ár af leikmannslist sjást skráð, ei lof né frægð, - það finnst í gulli og eir, en orði guðs sjást krosstrén hvítu stráð, sem kenna, hvernig góður maður deyr. Þér stolta þjóð, ei sakber sjálfa þá Ef sveit ei bjó þeim grafhús há og löng, Þar dýrir sálmar auka hrósin há, Er hljóma gegnum salsins bogagöng. Fær líkan dautt og sagna-krotað ker í kalk sitt heimtað flúna önd á ný? Má Tign í duftið tæla líf, sem fer? Fær tungan smjaðrað hlustir Dauðans í? Ef til vill liggur hér í helgri kyrð Það hjarta, er eitt sinn faldi guðlegt bál - Sú mund, er tók ef vildi, vald á hirð; Er vakið fengi dauðri hörpu sál. Að blaða fræði þar var þeim ei leyft, Sem þekking skráði lífsins hreyfimynd. Köld fátækt bældi þeirra helgu heift Og hellu-frysti andans tæru lind. Ske má að einhver Hampden, hulinn þér, Oft hafi setið vörð um akra-storð; Að Milton, engum kunnur, kúri hér, Og Cromwell annar, laus við rán og morð. Svo langt frá múgsins örgu stritlífs stóð Sitt starf þeir unnu jafnt með dygð og ró. Þeir lögðu um kyrran afdal æfislóð, Þar einn og hver að sínu glaður bjó. Að feðrabein ei saki háð og heift, Við hverja gröf er fábreytt merki sett, Sem geymir ljóðabrot, með busa greypt, Er biður farandmann um andvarp létt. Þar tízkan heimtar lofsorð löng og dýr Fær leirskáld krotað nöfn og áratal Og helgirita kraftorð, kunn og skýr, Er kvikum benda hvernig deyja skal. 84 á - Tímarit um þýðingar nr 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.