Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 92
Marteinn Lúther'
Sendibréf um þýðingar (1530)1
Guðs náðar og miskunnar til handa öllum kristnum mönnum biður
Wenzeslaus Link. I Orðskviðum n2 segir hinn vitri Salómon: „Fólkið for-
mælir þeim sem heldur í kornið, en blessun kemur yfir þann sem býður
það falt.“ Heimfæra má þessi orð upp á allt það sem þjónar almennum hag
og huggun kristindómsins. Þannig ávítar líka húsbóndinn í guðspjallinu
hinn ótrúa, illa og lata þjón fyrir að fela og grafa fé sitt í jörð.3 Til að forð-
ast slíka fordæmingu Drottins og samfélagsins alls held ég ekki fyrir mig
þessu sendibréfi, sem mér barst í hendur frá góðum vini, heldur læt gefa
það út opinberlega. Vegna þess hve mikið hefur verið blaðrað um þýðingu
Nýja og Gamla Testamentisins þar sem fjendur sannleikans halda því fram
að textanum sé víða breytt eða hann jafnvel falsaður, sem hefur valdið því
1 Þýðandi þakkar séra Gunnari Kristjánssyni prófasti fyrir yfirlestur og ómetanlegar ábend-
ingar.
2 Þýð.: Orðskviðirnir 11:26 - í nýrri útgáfit íslensku Biblíunnar frá 2007 (hér eftir skamm-
stafað IB’07), GamlaTestamentið (hér eftir skammstafað GT) bls. 790.
3 Þýð.: Matteusarguðspjall 25:24-30 — ÍB’07, Nýja Testamentið (hér eftir skammstafað
NT) bls. 36-37: „Loks kom sá sem fékk eina talentu og sagði: Herra, ég vissi að þú ert
maður harður sem uppsker þar sem þú sáðir ekki og safnar þar sem þú stráðir ekki. Ég var
hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt. Og húsbóndi hans sagði við hann:
IIIi og lati þjónn, þú vissir að ég uppsker þar sem ég sáði ekki og safna þar sem ég stráði
ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum þegar
ég kom heim. Takið af honum talentuna og fáið þeim sem hefur tíu talenturnar. Því að
hverjum sem hefur mun gefið verða og hann mun hafa gnægð en frá þeim sem eigi hefúr
mun tckið verða, jafnvel það sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur.
Þar verður grátur og gnístran tanna.“
90
á . 'jSay/ö/i. — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010